Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Mynd / sá
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskeiða um sauðfjársæðingar út um landið.

Um þessar mundir er mikil áhersla á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerða gegn riðuveiki og því mikil tækifæri sögð fólgin í að endurmennta bændur í sauðfjársæðingum með reyndum dýralækni og kennara. Er námskeiði Endurmenntunar LbhÍ um sauðfjársæðingar ætlað að koma til móts við sem flesta starfandi sauðfjárbændur og aðra sem hafa áhuga á að starfa, eða starfa nú þegar, við sauðfjársæðingar.

Í kynningarefni segir að í bóklega hluta námskeiðsins verði farið yfir sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Áhersla verði lögð á að fjalla um sæðingar, hvernig best sé að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Í verklega hlutanum verður meðferð sæðis og verklag við sæðingar kennd í fjárhúsi þar sem einnig á að ræða um smitvarnir. Eiga nemendur að námskeiði loknu að geta sætt ær og sagt til um hvernig bestum árangri verður náð.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennir á námskeiðinu en hann hefur áralanga reynslu af að kenna sauðfjársæðingar á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við búnaðarsambönd víða um land. Til stendur að halda námskeiðin hjá LbhÍ á Hvanneyri, að Stóra- Ármóti við Selfoss, á Blönduósi, í Búgarði í Eyjafirði og að Ýdölum við Húsavík. Þau fara fram dagana kringum mánaðamótin nóvember/desember nk.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...