Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Rósavettlingar
Hannyrðahornið 30. apríl 2025

Rósavettlingar

Höfundur: Hönnun: Ólöf Karlsdóttir Uppskrift: Margrét Jónsdóttir

Vettlingar eru alltaf nýtilegir, vetur, sumar, vor og haust. Það er gott að eiga eina svona í vasanum þegar farið er í göngutúr. Ólöf Karlsdóttir hannaði þessa fallegu rósavettlinga.

Ein stærð.

Efni og áhöld: Þingborgar tvíband 50 g í aðallit og 50 g í mynsturlit. Sokkaprjónar 3.5 mm á stroff og 4 mm á belg og þumal. Nál til að ganga frá endum. Hægt er að nota léttlopa eða jafnvel tvöfaldan lopa einnig.

Prjónfesta: 20 l og 26 umferðir gera 10x10 sm. Ef notaður er lopi eða annað band en gefið er upp hér þarf að gæta að prjónfestu. Lesið uppskriftina yfir áður en hafist er handa. Mynsturblaðið sýnir lykkjufjölda, útaukningu, mynstur og úrtöku, hver rúða táknar eina lykkju. Feita strikið sem nær yfir 7 lykkjur sýnir hvar á að prjóna aukaband fyrir þumli.

Vettlingur: Fitjið upp 36 lykkjur á 3.5 mm prjónana. Prjónið stroff, 3 sléttar og 1 brugðna lykkju, alls 18 umferðir. Skiptið yfir á 4 mm prjónana, aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferð og prjónið svo áfram eftir teikningu.

Úrtaka: Prjónið saman 2 lykkjur, prjónið 1 lykkju, takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið næstu og steypið svo fyrri lykkjunni yfir. Gerið eins á báðum hliðum. Takið úr samkvæmt teikningu þar til 5 lykkjur eru eftir, slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.

Þumall: Þegar lykkjur hafa verið teknar upp fyrir þumli með því að rekja upp aukbandið, takið þá upp 1 aukalykkju í hvorri kverk. Prjónið þumal 12 umferðir eða í þá lengd sem óskað er og takið svo úr á þremur stöðum jafnt yfir umferð. Takið úr í hverri umferð með því að prjóna 2 lykkjur saman í hvert sinn og þegar 3 lykkjur eru eftir, slítið frá og þræðið bandið í gegn. Gangið vel frá öllum endum og sérstaklega vel í þumalkverk svo ekki verði gat.

Þvottur: Þvoið vettlingana í höndum með mildri sápu eða þvottaefni. Skolið, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Skylt efni: vettlingar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...