Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rommí!
Rommí!
Mynd / Aðsend
Menning 16. október 2023

Rommí

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikritið Rommí eftir Bandaríkjamanninn D.L. Coburn hefur skotið upp kollinum oftar en einu sinni og ávallt fengið mikið lof fyrir að vera jú akkúrat eins og leikrit eiga að vera!

Hugljúft, átakanlegt og sprenghlægilegt og höfðar í raun til allra aldurshópa. Átakanlegt gamanverk ef svo mætti segja.

Fjallar verkið um fólk sem komið er af léttasta skeiði, einstaklinga búsetta á elliheimili, en þau eiga það sameiginlegt að vera heldur óánægð með tilveruna – einmana, gömul og hálfbitur. Þau eiga þó það sameiginlegt að hafa gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju ... a.m.k. fyrst um sinn. Kemur ýmislegt upp úr kafinu er líður á spilamennskuna, bæði fljúga örvar Amors um loftið auk þess sem ýmis uppgjör fortíðar eru sett á borðið.

Hefur Leikfélag Kópavogs nú tekið verkið upp á sína arma og er áætlað að sýningar hefjist í októberlok. Sýnt verður í Leikhúsinu í Funalind 2 Kópavogi og miðasala verður á vefsíðunni www.kopleik.is/midasala/.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...