Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.
Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.
Á faglegum nótum 6. september 2019

Regnhlífarblóm í stofunni

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þessi glæsilega trékennda pottaplanta, sem allt eins má nefna séffleru (Schefflera arboricola), hefur prýtt stofur okkar áratugum saman. Hún er þó ekki ein þeirra sem eru sífellt blómstrandi heldur eru margskipt laufblöðin og heildarásýnd plöntunnar stolt hennar og prýði.

Hún nær talsverðri hæð sé hún ræktuð í rúmgóðum potti og getur þurft að toppa hana til að hún fái fallega, marggreinda lögun.

Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk.

Regnhlífartréð eða séffleran er í ætt við bergfléttu (Hedera helix) sem þrífst bæði í pottum inni við og í hlýjum görðum. Önnur skyld pottaplanta er árelía, einnig kölluð fatsía (Fatsia japonica) og hinn fáséði bergfléttubróðir (Fatshedera lizei) sem er í raun blendingur árelíu og bergfléttu.

Regnhlífarblóm eru ýmist ræktuð og seld sem eingreindar plöntur, með nokkrum greinum eða jafnvel fleiri plöntur saman í potti og þá eru stofnarnir stundum fléttaðir saman og mynda samvafinn stofn. Þessi aðferð er notuð við framleiðslu á sumum trékenndum pottaplöntum eins og benjamínfíkus, kaffiplöntum o.fl. Varla er hægt að segja að sú aðferð sé til eftirbreytni.

Auðveld í umhirðu

Umpottað er áður en sprettan hefst á vorin, sé þess þörf.  Notuð er venjuleg pottaplöntumold og í framhaldinu er vökvað með daufri áburðarlausn öðru hvoru að sumrinu. Of mikil næring og of mikil vökvun getur leitt til þess að plantan teygist og verði rengluleg. Ágætt er að klípa af henni efstu sentimetrana þegar greinar hafa náð þeirri lengd sem hentar staðsetningunni, þá myndast fleiri, styttri greinar sem gefa plöntunni enn svipmeira yfirbragð. Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.

Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk. Fliparnir eru oft 7–9 talsins á hverju laufi. Til eru ólík yrki sem bera ýmist algrænt eða hvítflekkótt lauf og er umhirða þeirra öll hin sama hjá hinum ýmsu yrkjum. Aðrar tegundir ættkvíslarinnar eru líka notaðar sem pottaplöntur en geta orðið heldur stórvaxnar.

Uppbinding stundum nauðsynleg

Ef plantan sýnir mikinn, greinalítinn lengdarvöxt getur þurft að styðja hana. Þá er gott að nota mosastöng sem fæst í blómabúðum og plantan bundin lauslega við hana.

Bjart, rakt og hlýtt

Sérstaða regnhlífarblómsins meðal pottaplantna er að það getur þrifist bæði á björtum stað (þó ekki í beinni sól) og þar sem talsverðs skugga gætir. Venjulega koma þær hressar og grænar undan vetri, ólíkt sumum pottablómum sem eiga til að láta á sjá að loknum löngum, dimmum vetri. Regnhlífarblómið kemur upphaflega frá Taívan og S-Kína. Rakt og hlýtt loft hentar því vel. Við slíkar aðstæður geta myndast loftrætur sem taka upp vatn og næringu þegar þær ná snertingu við mold eins og aðrar rætur gera. Vel má fjölga plöntunni með græðlingum sem komið er fyrir í hlýjum og rökum jarðvegi með yfirbreiðslu til að halda loftrakanum nógu háum. 

Eituráhrif

Þessi planta er eitruð. Í frumum hennar myndast kristallar úr kalsíum-oxalati. Ekki eru teljandi líkur á að fólk taki upp á að neyta hennar en td. kettir og hundar finna fyrir slæmum eituráhrifum ef þeir naga blöðin.

Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbhÍ Reykjum, Ölfusi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...