Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samtök ungra bænda (SUB)
Samtök ungra bænda (SUB)
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynslóðaskipta í landbúnaði.

Steinþór Logi Arnarsson.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita svart á hvítu hvað það er sem hvetur eða letur kynslóðaskipti svo við getum unnið að því að auka nýliðun í stéttinni,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB. Samtökin standa því fyrir könnun þar sem þátttakendur eru spurðir um helstu hindranir og hvata í íslenskum landbúnaði

Allir sem tengjast landbúnaði eru hvattir til að taka þátt. Þátttakendur þurfa ekki að vera starfandi bændur, en samtökin hafa jafnframt áhuga á að heyra í þeim sem langar að verða bændur eða stunduðu nám í búvísindum og búfræði. Niðurstöðurnar verða kynntar á aðalfundi Samtaka ungra bænda í janúar.

Könnunin er hluti af rannsóknarverkefni SUB sem hlaut styrk úr byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar og er stýrt af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknasetri byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar og tengil á könnunina má finna á Facebook-síðu Samtaka ungra bænda.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...