Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margrét sýndi þessa framúrstefnulegu mynd sem Matís fékk gervigreindarforrit til að teikna upp. Myndin sýnir að því er virðist, skordýr, þörunga, frumuræktað kjöt, þrívíddarprentuð matvæli og þörungadrykk.
Margrét sýndi þessa framúrstefnulegu mynd sem Matís fékk gervigreindarforrit til að teikna upp. Myndin sýnir að því er virðist, skordýr, þörunga, frumuræktað kjöt, þrívíddarprentuð matvæli og þörungadrykk.
Mynd / Aðsend
Í deiglunni 17. janúar 2024

Prótein framtíðarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mikil áskorun liggur í því að mæta próteinþörf fyrir sívaxandi mannfjölda. Svokölluð nýprótein eru að ryðja sér í meira mæli til rúms í rannsóknum og þróun á matvælum framtíðarinnar.

Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, hélt erindi á afmælisráðstefnu RML í nóvember um prótein morgundagsins

Eftirspurn eftir próteini hefur aldrei verið meiri og er Evrópa ekki sjálfri sér næg þegar kemur að próteinframleiðslu. Aðgengi að hágæða próteinum framleiddum með sjálfbærum hætti fer minnkandi í ljósi loftslagsbreytinga og álags á auðlindir. Samt sem áður þarf slík framleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050 til að mæta eftirspurn.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Margrétar Geirsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís, á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins þann 23. nóvember sl., en þar fjallaði hún um prótein morgundagsins.

„Nýprótein eru ekki algeng eða jafnvel óþekkt á diskum neytenda. Þau eru þróuð sérstaklega til þess að mæta vandamálum á borð við loftslagsmál, land- og vatnsnotkun, lýðheilsu, dýravelferð og hringrás,“ sagði Margrét meðal annars á fyrirlestrinum.

Kjúklingafóður sem innihélt mikið magn af nýpróteini úr örþörungum reyndist fara illa í fuglana, auk þess sem fjaðrir þeirra urðu grænar. Mynd / Skjáskot

Ungarnir urðu grænir

Próteinum morgundagsins, sem eru talin álitlegust, er skipt niður í sjö flokka; örþörunga, skordýr, örveruprótein, belgjurtir, soja, fiskeldi og prótein sem ræktuð eru á tilraunastofu.

Í erindi sínu sýndi Margrét gervigreindarmyndir með vélrænum hugmyndum um hvernig framleiðsla frumuræktaðs kjöts og einfrumunga gætu litið út. Þróun slíkra prótein- verksmiðja eru ekki langt á veg komnar en þó glittir í spennandi lausnir þegar litið er til rannsókna sem unnar hafa verið, eða eru í vinnslu.

Þannig hefur Matís að undanförnu tekið þátt í nokkrum verkefnum um nýprótein. Einu þeirra er nýlokið en það er Evrópuverkefnið NextGenProteins. Í því voru prótein úr skordýrum og örveruprótein þróuð og notagildi þeirra prófuð í ýmsum matvælum og dýrafóðri. Í einni tilrauninni þar sem kjúklingum var gefið fóður sem innihélt hátt magn af örþörungapróteini urðu fjaðrir þeirra grænleitar auk þess sem fuglarnir brugðust illa við fóðurbreytingunum. Fóður sem innihélt lægra magn kom hins vegar ágætlega út.

Giant Leaps er annað Evrópuverkefni sem Matís er hluti af en það snýr að því að umbreyta fæðukerfinu með tilliti til umhverfisáhrifa og bættrar heilsu og vellíðanar fólks, dýra og jarðar. Margrét tók þar nokkur dæmi um nýsköpunarfyrirtæki sem hefðu rekið sig á stórar hindranir þegar kom að því að fá leyfi fyrir framleiðslu á söluvörum sem innihélt nýprótein á markað.

Próteinum morgundagsins, sem eru talin álitlegust, er skipt niður í sjö flokka; örþörunga, örveruprótein, belgjurtir, soja, fiskeldi, prótein sem ræktuð eru á tilraunastofu og svo skordýr. Hér má sjá lirfur svörtu hermannaflugunnar. Mynd / James Tiono

Raunhæft að framleiða hér grasprótein

Margrét lagði áherslu á möguleika Íslands þegar kemur að nýpróteinframleiðslu, til dæmis úr grasi, enda myndi slík framleiðsla fela í sér mikinn umhverfislegan ávinning fyrir Ísland.

Matís, RML, LbhÍ og Bændasamtökin vinna nú að verkefni styrkt af Matvælasjóði sem snýr að því að kanna möguleika á graspróteinvinnslu á Íslandi. Miðað við núverandi verðlagningu á próteini mun fjárhagslegur gróði af slíkri framleiðslu vera lítill þó hún sé vel raunhæf. Ísland hefur að mati Margrétar einstaka möguleika þegar kemur að ræktun og framleiðslu nýpróteina. Á þann hátt er hægt að auka sjálfbærni í innlendri matvælaframleiðslu en til að því markmiði verði náð eru áframhaldandi rannsóknir nauðsynlegar í samstarfi við alla hagaðila.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...