Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Persónur og leikendur
Mynd / HKr.
Skoðun 10. júní 2021

Persónur og leikendur

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Í kjölfarið á undirritun nýs tvíhliða viðskiptasamnings Íslands og Bretlands hafa bændur enn á ný verið vændir um að þeir vilji ekki frjáls viðskipti milli landa. Í Viðskiptablaðinu þann 7. júní sl. fór Félag atvinnurekenda mikinn um möguleika landbúnaðarins til útflutnings á mjólkurdufti til Bretlands í stað innflutnings á kjöti. 

Landbúnaðurinn fékk kynningu á þeirri sviðsmynd, sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur nú afhjúpað síðustu daga í fjölmiðlum, þ.e. að til stóð að semja við Breta um innflutningsheimildir á 140 tonnum af nautakjöti (með eða án beins vissu nú samningamenn lítið um), 180 tonn af ostum, 50 tonnum af ís og 460 tonnum af öðrum kjötvörum. En okkur var tjáð að þetta væri hernaðarleyndarmál sem við mættum alls ekki ræða við nokkurn mann þar sem viðræður væru enn á viðkvæmu stigi að sögn ráðuneytis utanríkismála.  

Landbúnaði fórnað í orðræðu og verki

Ef þetta hefði nú allt gengið eftir þá átti að flytja út iðnaðarvöru fyrir fullunnar landbúnaðarvörur í skiptum. Hvaða heilvita manni hefði dottið í hug að flytja út störf svo mögulegt væri að koma út iðnaðarvöru á verði sem hefði aldrei staðist samkeppni í hinum stóra heimi?

Ef þessi samningsmarkmið hefðu gengið eftir er nokkuð ljóst að heildarmagn á markaði hefði aukist án þess að skerðing kæmi á samninga okkar við ESB. Hvernig má það vera að alltaf skal landbúnaði fórnað í orðræðu og verki þegar kemur að tvíhliða samningum við erlend ríki?  

Á móti ósanngjörnum samningum sem flytja störf og verðmætasköpun frá Íslandi

Bændasamtökin eru ekki á móti fríverslunar­samningum og frjálsri verslun. Bændasamtökin eru hins vegar á móti ósanngjörnum samningum sem flytja störf og verðmætasköpun frá Íslandi á erlenda grundu.

Ráðamenn þjóðarinnar ávarpa Búnaðarþing á hverju ári og tala lofsamlega um tækifærin og verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Hina dagana virðast þeir ekki hafa mikla tengingu við hinn raunverulega heim vinnandi manns. En eins og ítrekað er rætt þá er einfaldara að flytja bara inn. Þá skiptir engu hvort aðbúnaður dýra sé fyrir borð borinn eða lágmarkslaun þeirra sem vinna að framleiðslunni.

Gengur ekki lengur að etja saman búgreinum

Bændasamtökin hafa hlotið bágt fyrir síðustu ár þar sem fullyrt er að samtökin hafi ekki staðið nægjanlega með greininni. Í því samhengi er því vert að nefna að hér á landi hafa nefnilega tilraunir verið gerðar síðustu ár til þess að beita gamalgrónum meðölum, að deila og drottna. Sá leikur stjórnvalda að etja saman búgreinum saman gengur ekki lengur. Flest búgreinafélög hafa ákveðið að sameinast í eina sterka heild. Þeir tímar eru einfaldlega liðnir að sú leikbók, að etja saman hvíta og rauða kjötinu, virki.

Skylt efni: tollamál | Fríverslun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...