Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Persónur og leikendur
Mynd / HKr.
Skoðun 10. júní 2021

Persónur og leikendur

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Í kjölfarið á undirritun nýs tvíhliða viðskiptasamnings Íslands og Bretlands hafa bændur enn á ný verið vændir um að þeir vilji ekki frjáls viðskipti milli landa. Í Viðskiptablaðinu þann 7. júní sl. fór Félag atvinnurekenda mikinn um möguleika landbúnaðarins til útflutnings á mjólkurdufti til Bretlands í stað innflutnings á kjöti. 

Landbúnaðurinn fékk kynningu á þeirri sviðsmynd, sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur nú afhjúpað síðustu daga í fjölmiðlum, þ.e. að til stóð að semja við Breta um innflutningsheimildir á 140 tonnum af nautakjöti (með eða án beins vissu nú samningamenn lítið um), 180 tonn af ostum, 50 tonnum af ís og 460 tonnum af öðrum kjötvörum. En okkur var tjáð að þetta væri hernaðarleyndarmál sem við mættum alls ekki ræða við nokkurn mann þar sem viðræður væru enn á viðkvæmu stigi að sögn ráðuneytis utanríkismála.  

Landbúnaði fórnað í orðræðu og verki

Ef þetta hefði nú allt gengið eftir þá átti að flytja út iðnaðarvöru fyrir fullunnar landbúnaðarvörur í skiptum. Hvaða heilvita manni hefði dottið í hug að flytja út störf svo mögulegt væri að koma út iðnaðarvöru á verði sem hefði aldrei staðist samkeppni í hinum stóra heimi?

Ef þessi samningsmarkmið hefðu gengið eftir er nokkuð ljóst að heildarmagn á markaði hefði aukist án þess að skerðing kæmi á samninga okkar við ESB. Hvernig má það vera að alltaf skal landbúnaði fórnað í orðræðu og verki þegar kemur að tvíhliða samningum við erlend ríki?  

Á móti ósanngjörnum samningum sem flytja störf og verðmætasköpun frá Íslandi

Bændasamtökin eru ekki á móti fríverslunar­samningum og frjálsri verslun. Bændasamtökin eru hins vegar á móti ósanngjörnum samningum sem flytja störf og verðmætasköpun frá Íslandi á erlenda grundu.

Ráðamenn þjóðarinnar ávarpa Búnaðarþing á hverju ári og tala lofsamlega um tækifærin og verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Hina dagana virðast þeir ekki hafa mikla tengingu við hinn raunverulega heim vinnandi manns. En eins og ítrekað er rætt þá er einfaldara að flytja bara inn. Þá skiptir engu hvort aðbúnaður dýra sé fyrir borð borinn eða lágmarkslaun þeirra sem vinna að framleiðslunni.

Gengur ekki lengur að etja saman búgreinum

Bændasamtökin hafa hlotið bágt fyrir síðustu ár þar sem fullyrt er að samtökin hafi ekki staðið nægjanlega með greininni. Í því samhengi er því vert að nefna að hér á landi hafa nefnilega tilraunir verið gerðar síðustu ár til þess að beita gamalgrónum meðölum, að deila og drottna. Sá leikur stjórnvalda að etja saman búgreinum saman gengur ekki lengur. Flest búgreinafélög hafa ákveðið að sameinast í eina sterka heild. Þeir tímar eru einfaldlega liðnir að sú leikbók, að etja saman hvíta og rauða kjötinu, virki.

Skylt efni: tollamál | Fríverslun

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...