Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Óvissan er lamandi
Á faglegum nótum 1. maí 2025

Óvissan er lamandi

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Hver sá sem stundar rekstur af einhverju tagi lærir fljótt að kunna að meta fyrirsjáanleika, hvar sem hann kann að finnast. Það á ekki síst við um íslenska bændur, sem þurfa ekki aðeins að glíma við duttlungafulla náttúruna heldur einnig sveiflur á mörkuðum, innlendum sem erlendum. Flest munum við feiknalegar hækkanir á tilbúnum áburði fyrir nokkrum árum, en dæmin eru ótal fleiri.

Fyrirsjáanleikinn virðist vera á undanhaldi á erlendum mörkuðum þessa dagana, meðal annars vegna kraftakeppna þjóðarleiðtoga stærstu ríkja heims. Tollar, sem eru settir á og dregnir til baka á víxl, gera fyrirsjáanleika í viðskiptum að fjarlægum draumi – til skemmri tíma að minnsta kosti.

Afleiðingarnar eru illfyrirsjáanlegar. Framleiðsla gæti flust frá einu landi til annars og vörur, sem ekki er lengur hægt að selja í einu landi geta farið á brunaútsölu í öðru landi. Einsýnt er að næstu misseri og ár munu einkennast af meiri sveiflum í framboði og verði en við höfum fengið að venjast og á það jafnt við um matvöru og aðrar vörur.

Fæðuöryggi og fæðufullveldi munu verða okkur Íslendingum enn mikilvægari á slíkum tímum. Með mikilli einföldun má líkja þessum hugtökum við brunatryggingu. Á meðan lífið er áfallalaust getur maður jafnvel gleymt því að húsið sé tryggt, en ef allt fer í óefni og húsið brennur verður maður engu þakklátari en því að hafa trygginguna. Það sama á við um trausta, öfluga, heilsusamlega og umhverfisvæna innlenda matvælaframleiðslu. Þegar í harðbakkann slær munum við verða þakklát því að búa að íslenskum landbúnaði.

Með þessu er ég að sjálfsögðu ekki að segja að þetta sé eina ástæða þess að halda hér úti innlendri matvælaframleiðslu, en þetta er mikilvæg ástæða og hún verður enn mikilvægari á óvissutímum. Það er því afar sérstakt að horfa til þess að á meðan óvissa eykst á heimsvísu skuli íslensk stjórnvöld hafa komið því svo fyrir að fyrirsjáanleiki í orkukostnaði bænda er nú ekki nema svipur hjá sjón. Ekki er nóg með að raforkuverðið sjálft hafi tekið stórstígum hækkunum síðustu fjögur árin, heldur bjóðast bændum ekki raforkusamningar til lengri tíma en eins árs í senn.

Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda, benti á það á síðum Bændablaðsins í nóvember síðastliðnum að sala á raforku til garðyrkjubænda sem stunda ylrækt hefði hækkað um 100% á fjórum árum og að útlit væri fyrir sambærilega hækkun á næstu fjórum árum! En öll notum við raforku í okkar búrekstri og öll höfum við fundið fyrir þessum hækkunum.

Það er vel hægt að skilja að eigandi stærsta orkufyrirtækisins, íslenska ríkið sjálft, vilji hámarka tekjur sínar af auðlindinni og sölu hennar. Ráðdeild í meðferð opinbers fjár er af hinu góða. En ráðamenn verða að velta því fyrir sér hvort hámörkun arðgreiðslna frá orkufyrirtækjum sé ekki of dýru verði keypt ef garðyrkjubú – og önnur fyrirtæki sem reiða sig á raforku – kikna undan álögunum. Ég treysti því að þessi mál verði skoðuð af alvöru á næstu mánuðum og gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta.

Skylt efni: raforkumál

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...