Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Óvissan er lamandi
Á faglegum nótum 1. maí 2025

Óvissan er lamandi

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Hver sá sem stundar rekstur af einhverju tagi lærir fljótt að kunna að meta fyrirsjáanleika, hvar sem hann kann að finnast. Það á ekki síst við um íslenska bændur, sem þurfa ekki aðeins að glíma við duttlungafulla náttúruna heldur einnig sveiflur á mörkuðum, innlendum sem erlendum. Flest munum við feiknalegar hækkanir á tilbúnum áburði fyrir nokkrum árum, en dæmin eru ótal fleiri.

Fyrirsjáanleikinn virðist vera á undanhaldi á erlendum mörkuðum þessa dagana, meðal annars vegna kraftakeppna þjóðarleiðtoga stærstu ríkja heims. Tollar, sem eru settir á og dregnir til baka á víxl, gera fyrirsjáanleika í viðskiptum að fjarlægum draumi – til skemmri tíma að minnsta kosti.

Afleiðingarnar eru illfyrirsjáanlegar. Framleiðsla gæti flust frá einu landi til annars og vörur, sem ekki er lengur hægt að selja í einu landi geta farið á brunaútsölu í öðru landi. Einsýnt er að næstu misseri og ár munu einkennast af meiri sveiflum í framboði og verði en við höfum fengið að venjast og á það jafnt við um matvöru og aðrar vörur.

Fæðuöryggi og fæðufullveldi munu verða okkur Íslendingum enn mikilvægari á slíkum tímum. Með mikilli einföldun má líkja þessum hugtökum við brunatryggingu. Á meðan lífið er áfallalaust getur maður jafnvel gleymt því að húsið sé tryggt, en ef allt fer í óefni og húsið brennur verður maður engu þakklátari en því að hafa trygginguna. Það sama á við um trausta, öfluga, heilsusamlega og umhverfisvæna innlenda matvælaframleiðslu. Þegar í harðbakkann slær munum við verða þakklát því að búa að íslenskum landbúnaði.

Með þessu er ég að sjálfsögðu ekki að segja að þetta sé eina ástæða þess að halda hér úti innlendri matvælaframleiðslu, en þetta er mikilvæg ástæða og hún verður enn mikilvægari á óvissutímum. Það er því afar sérstakt að horfa til þess að á meðan óvissa eykst á heimsvísu skuli íslensk stjórnvöld hafa komið því svo fyrir að fyrirsjáanleiki í orkukostnaði bænda er nú ekki nema svipur hjá sjón. Ekki er nóg með að raforkuverðið sjálft hafi tekið stórstígum hækkunum síðustu fjögur árin, heldur bjóðast bændum ekki raforkusamningar til lengri tíma en eins árs í senn.

Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda, benti á það á síðum Bændablaðsins í nóvember síðastliðnum að sala á raforku til garðyrkjubænda sem stunda ylrækt hefði hækkað um 100% á fjórum árum og að útlit væri fyrir sambærilega hækkun á næstu fjórum árum! En öll notum við raforku í okkar búrekstri og öll höfum við fundið fyrir þessum hækkunum.

Það er vel hægt að skilja að eigandi stærsta orkufyrirtækisins, íslenska ríkið sjálft, vilji hámarka tekjur sínar af auðlindinni og sölu hennar. Ráðdeild í meðferð opinbers fjár er af hinu góða. En ráðamenn verða að velta því fyrir sér hvort hámörkun arðgreiðslna frá orkufyrirtækjum sé ekki of dýru verði keypt ef garðyrkjubú – og önnur fyrirtæki sem reiða sig á raforku – kikna undan álögunum. Ég treysti því að þessi mál verði skoðuð af alvöru á næstu mánuðum og gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta.

Skylt efni: raforkumál

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...