Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2022

Opnar huga íslenskra neytenda með ræktun á seljurót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á bás Samtaka smáframleiðenda og Beint frá býli á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll stóð nýútskrifaði garðyrkjufræðingurinn Sigrún Oddgeirsdóttir og seldi fyrstu uppskeru sína af seljurót á litlar 500 krónur fyrir kílóið.

Sigrún er að byggja upp lífræna útiræktun á grænmeti í Holta- og Landsveit. Hún telur framleiðslu sína frumraun útiræktunar á seljurót á Íslandi.

„Þetta er fyrsta sumarið sem ég er með seljurótina. Ég þurfti að leigja gróðurhús til að forrækta, var með tvær sáningar í mars og apríl. Svo plantaði ég þeim út í byrjun júní sem var heldur seint. Þá urðu plönturnar fyrir smá skakkaföllum, þannig að stærstu rófurnar sem ég tók upp í haust voru 8 cm í þvermál. Ég tel að mér muni takast að rækta stærri rætur ef ekkert kemur fyrir þær á næsta ári.“

Seljurót er nokkuð pipraður rótarávöxtur, sem lyktar og bragðast smá eins og steinselja. Hún eldar hana gjarnan eins og annað rótargrænmeti en einnig þykir hún góð í súpur og kartöflumús. „Mér finnst hún góð og veitingamenn eru mjög hrifnir af henni. Íslendingar eru svolítið feimnir við að prufa eitthvað nýtt. Það á sér menningarlegar rætur sem nær langt aftur og getur gert það að verkum að fólk sé lokað fyrir því hvað er virkilega hægt að rækta hér á landi. Mig langar að ýta á þessi mörk og fá íslenska neytendur til að opna hugann fyrir því hvað er hægt að framleiða hér.“

Sigrún notast við sérstakt yrki, keypt frá Póllandi, sem tekur um 90 daga að vaxa en hefðbundin yrki taka að jafnaði 150 daga til að ná fullum þroska, sem er of langur tími fyrir íslenskar aðstæður.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...