Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Mynd / smh
Fréttir 14. mars 2023

Óheimilt að nota örmerki oftar en einu sinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óvissa er um reglur varðandi notkun örmerkja á Íslandi. Sá möguleiki er fyrir hendi að bændum verði ekki heimilt að taka örmerki með sér heim úr sláturhúsi í haust.

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að í úttekt Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) á sauðfjárslátrun á Íslandi síðastliðið haust, hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau. „Þetta verklag hefur verið viðloðandi um langan tíma og hefur verið forsenda fyrir því að bændur hafa ákveðið að innleiða notkun örmerkja.“

Einkvæm einstaklingsnúmer

Unnsteinn Snorri segir að í grunninn byggi þetta mál á Evrópureglugerð frá árinu 2016 (Animal Health Law, Regulation (EU) 2016/429) sem hafi verið innleidd hér á landi. „Í þeirri reglugerð er gert ráð fyrir því að það sé skylda að örmerkja allt sauðfé, fyrir því er undanþága ef heildarfjöldi sauðfjár í landinu er undir 600.000. Hér á landi er því ekki skylt að örmerkja sauðfé.

Hins vegar kemur skýrt fram í þessari reglugerð að örmerki, líkt og einstaklingsnúmer gripa, eiga að vera einkvæm, sem þýðir að þau eiga ekki að geta komið fram á öðrum gripum sem er vandamálið hér.

Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi á komandi hausti. Það hefur þó ekki verið gefið formlega út og þurfa bændur því að gera ráð fyrir því að þessi undanþága verði ekki í boði aftur,“ segir Unnsteinn Snorri.

Óvissa ríkir um reglur

Hann segir að málið sé í skoðun hjá matvælaráðuneytinu, Matvælastofnun og Bændasamtökum Íslands.

„Allir aðilar eru samstiga í að leita að farsælli lausn í þessu máli. Að svo stöddu er lítið annað hægt að segja en að óvissa ríki um þær reglur sem munu gilda um notkun örmerkja í komandi framtíð.“

Skylt efni: örmerki

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f