Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. mars 2019

Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. 

Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. 

Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær  hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. 

Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því.

6 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...