Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Mynd / SE
Á faglegum nótum 21. október 2020

Nýtt naut í notkun

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML

Fyrir skömmu birtist yfirlit um reynd naut í notkun hér á síðum blaðsins. Nú hefur verið keyrt nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu síðan þetta yfirlit birtist. Hins vegar urðu það litlar breytingar á nautunum að lítil ástæða er til endurtaka það sem áður hefur verið sagt um þau. 

Rétt er þó að taka fram að Loki 12071 lækkaði um eitt stig og stendur nú í 107 í heildareinkunn. Þá hækkuðu Hæll 14008, Hnykkur 14029, Stáli 14050 og Bjarki 15011 allir um eitt stig. Svampur 15027 og Ábóti 15029 styrktu sína stöðu með hækkun um tvö stig.

Fagráð í nautgriparækt ákvað að setja eitt nýtt naut í notkun sem reynt naut og er þar um að ræða Flóða 15047 frá Hnjúki í Vatnsdal. Flóði er sonur Bamba 08049 móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn. Frekari upplýsingar um Flóða er að finna á nautaskra.net og þá mun ný nautaskrá koma út innan tíðar.

Meginástæða þess að ekki var hægt að taka afstöðu til fleiri nauta úr 2015-árgangnum er sú að enn skortir á upplýsingar úr mjaltaathugunum. Því miður er staðan sú að skil á þeim hafa versnað frá því sem áður og er nú svo komið að þetta er þrengsti flöskuhálsinn er að afkvæmadómi nautanna kemur. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að skila mjaltaathugnum hið fyrsta.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...