Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Mynd / Dave Hansford
Utan úr heimi 9. ágúst 2023

Nýsjálendingar skera upp herör gegn villibarri

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsjálendingar hafa áhyggjur af útbreiðslu barrtrjáategunda í landinu.

Sérfræðingar og áhugamenn hafa efnt til vitundarvakningar heima fyrir um hættu af villibarri (e. wilding conifers) eða villifurum (e. wilding pines) sem vaxa utan skilgreindra ræktunarsvæða á Nýja- Sjálandi og þau áhrif sem trén hafi á líffræðilegan fjölbreytileika, jarðveg og landnytjar. Trén ná fótfestu í villtri náttúru landsins með sjálfsáningu út frá ræktunarreitum en einnig var m.a. stafafuru sáð vísvitandi í hálendissvæði til að koma í veg fyrir landrof og uppblástur.

Aðgerðin „War against weeds“ hefur meðal annars náð til upprætingar sedruss, furu, grenis, sýpruss, lerkis og grenis utan ræktunarsvæða. Ýmis samtök, ríkisstyrkt og/eða sjálfboðaliðasamtök, starfa að því að uppræta þessar tegundir hvar sem til þeirra sést í villtri náttúru.

„Villibarrtré eru ágengt illgresi sem getur breytt hinu einstaka landslagi sem aðeins er að finna á Nýja-Sjálandi varanlega,“ segir á vef náttúruverndarstofnunar nýsjálensku ríkisstjórnarinnar. „Barrtré voru flutt inn til Nýja-Sjálands árið 1880 og hafa síðan breiðst út frá skógum, skjólbeltum og rofgróðri. Verði ágangi þeirra ekki stjórnað munu þau mynda þétta skóga sem gætu haft skaðleg áhrif á upprunalegt vistkerfi landsins, taka til sín vatn sem er af skornum skammti og breyta ásýnd landsins varanlega,“ segir á vefnum.

Meðlimir hérlendra náttúruverndarsamtaka, svo sem Vina íslenskrar náttúru og Landverndar, hafa lýst svipuðum áhyggjum fyrir Íslands hönd varðandi að verið sé að gróðursetja sumar áðurnefndra tegunda, m.a. stafafuru, án tak- markana. Hvatt er til varkárni og að horft sé til reynslu Nýsjálendinga.

„Stafafura er ekki ágeng af því að til að teljast ágeng þarf hún að leiða til rýrnunar á líffjölbreytni að því marki að til vandræða horfi. Hún er hvergi að gera það og það verða árhundruð ef ekki -þúsund þangað til að það gerist, ef það gerist nokkurn tímann,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir tegundina lítið gróðursetta á Nýja-Sjálandi. Stafafuran þrífist þó vel í háfjöllum landsins þar sem engar innlendar trjátegundir séu aðlagaðar vetrarríki. Hins vegar sé önnur furutegund, geislafuran, hryggjarstykkið í öflugum skógariðnaði landsins og einhverjar áhyggjur séu meðal Nýsjálendinga af að hún sái sér þar út í villta náttúru.

Skylt efni: Skógar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...