Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Davíð Ingi Baldursson.
Davíð Ingi Baldursson.
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Davíð hefur þegar hafið störf og segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, starfið felast í almennum bústörfum. Á veturna þurfi að sinna gjöfum á þeim fjörutíu gripum sem einangrunarstöðin rúmar, á vorin þurfi að vakta burðinn og á sumrin séu kýrnar sæddar. Á hálfsmánaðar fresti séu gripirnir sem eru í einangrun vigtaðir og reglulega séu framkvæmdar sýnatökur á öllum gripum stöðvarinnar eins og reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta gerir ráð fyrir. Sveinn nefnir að núna sé einangrunarstöðin tóm og þá sé keyrður út allur skítur og tækifærið nýtt til að þrífa og sótthreinsa hátt og lágt.

Davíð er uppalinn á Litla-Ármóti, sem er næsti bær við einangrunarstöðina. Hann er lærður húsasmiður og hefur starfað við þá iðn undanfarin ár. Þar að auki hefur hann sinnt afleysingum fyrir Nautís. Sveinn segir stjórn Nautís vænta góðs af störfum Davíðs, ásamt því sem það sé ótvíræður kostur að hann búi á Ármótsflöt sem sé í göngufæri frá einangrunarstöðinni.

Skylt efni: NautÍs

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...