Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Davíð Ingi Baldursson.
Davíð Ingi Baldursson.
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Davíð hefur þegar hafið störf og segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, starfið felast í almennum bústörfum. Á veturna þurfi að sinna gjöfum á þeim fjörutíu gripum sem einangrunarstöðin rúmar, á vorin þurfi að vakta burðinn og á sumrin séu kýrnar sæddar. Á hálfsmánaðar fresti séu gripirnir sem eru í einangrun vigtaðir og reglulega séu framkvæmdar sýnatökur á öllum gripum stöðvarinnar eins og reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta gerir ráð fyrir. Sveinn nefnir að núna sé einangrunarstöðin tóm og þá sé keyrður út allur skítur og tækifærið nýtt til að þrífa og sótthreinsa hátt og lágt.

Davíð er uppalinn á Litla-Ármóti, sem er næsti bær við einangrunarstöðina. Hann er lærður húsasmiður og hefur starfað við þá iðn undanfarin ár. Þar að auki hefur hann sinnt afleysingum fyrir Nautís. Sveinn segir stjórn Nautís vænta góðs af störfum Davíðs, ásamt því sem það sé ótvíræður kostur að hann búi á Ármótsflöt sem sé í göngufæri frá einangrunarstöðinni.

Skylt efni: NautÍs

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...