Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir tekur við starfi sveitarstjóra Múlaþings frá og með 1. febrúar. Um leið lætur Björn Ingimarsson af störfum sem sveitarstjóri. Segir í tilkynningu sveitarfélagsins að vegna yfirfærslu verkefna, uppgjörs vegna ársins 2024 o.fl. muni Björn starfa áfram með nýjum sveitarstjóra til og með 15. mars en þá láta endanlega af störfum hjá sveitarfélaginu Múlaþingi. Björn hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings frá árinu 2020 en áður var hann bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, frá árinu 2010. Hann var jafnframt sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001–2006 og Langanesbyggðar 2006–2009.

Dagmar Ýr er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún var áður framkvæmdastjóri Austurbrúar frá árinu 2023. Fram að því, frá 2013, starfaði hún sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Dagmar hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum, svo sem í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í fagráði Seyðisfjarðarkaupstaðar, í stjórn Stapa lífeyrissjóðs og í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...