Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák.

Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com

Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is

Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is

Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...