Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / ál
Fréttir 21. mars 2024

Ný stjórn bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var kosið í stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára. Þar höfðu 63 búnaðarþingsfulltrúar framboðs- og atkvæðarétt.

Þau sem hlutu kjör voru Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt; Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi á Egilsstöðum; Petrína Þórunn Jónsdóttir, svínabóndi í Laxárdal; Reynir Þór Jónsson, kúabóndi á Hurðarbaki; Sigurbjörg Ottesen, kúabóndi á Hjarðarfelli; og Eyjólfur Ingvi Bjarnarson, sauðfjárbóndi í Ásgarði.

Kosið var sérstaklega til varastjórnar og raðast varamenn eftir fjölda atkvæða. Fyrsti varamaður er Steinþór Logi Arnarsson, sauðfjárbóndi í Stórholti. Á eftir honum koma Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, eggjabóndi á Hranastöðum; Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda; Jón Helgi Helgason, kartöflubóndi á Þórustöðum; og Björn Ólafsson, sauðfjárbóndi á Kríthóli.

Áður hafði Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð, verið kosinn sem formaður í almennri kosningu meðal allra félaga Bændasamtaka Íslands. Á Búnaðarþingi tók hann við embættinu af Gunnari Þorgeirssyni, garðyrkjubónda í Ártanga, sem hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár.

Trausti Hjálmarsson tók við embætti formanns af Gunnari Þorgeirssyni.

Stjórnarmeðlimirnir Jón Örn Ólafsson, nautgripabóndi í Nýjabæ; Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi í Sveinbjarnargerði; og Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og viku því úr stjórn.

Á fyrsta fundi sínum skipti ný stjórn með sér verkum þar sem Herdís Magna var valin varaformaður.

Fráfarandi stjórnarmeðlimir, þau Jón Örn, Halldóra Kristín og Halla.

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...