Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Mynd / Vegagerðin.
Fréttir 6. ágúst 2014

Ný brú yfir Múlakvísl

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný brú yfir Múlakvísl var formlega opnuð 6. ágúst þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra klippti á borðann með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Hlaup varð í Múlakvísl undir morgun laugardaginn 9. júlí 2011 og eyðilagði 130 m langa brú sem byggð var árið 1990 og rauf þar með Hringveginn. Samdægurs var hafist handa við undirbúning að smíði bráðbrigðabrúar en Vegagerðin á ávallt til reiðu efni í slíkar brýr. Á sjö dögum var byggð 156 metra löng einbreið bráðabrigðabrú. Opnað var fyrir umferð á hádegi laugardaginn 16. júlí.


Nýja brúin sem nú er tekin í notkun er 162 metra löng eftirspennt bitabrú í sex höfum og 10 m að breidd. Nýr vegur er um 2,2 kílómetrar að lengd og er breidd hans 8 metrar.

Brúargólfið á nýju brúnni er 2 metrum hærra en var á eldri brú og lágpunktar eru hafðir í veginum sitthvoru megin brúar til þess að flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í júlí 2011, taki ekki af brúna en rjúfi þess í stað veginn. Í austanverðum farveginum ofan brúar voru byggðir um 5,6 kílómetra langir varnargarðar upp með ánni, þar af er 2,5 kílómetra ógrjótvarinn bakgarður með 11 grjótvörðum leiðigörðum. Tilgangur þessara garða er að beina ánni undir brúna og varna miklu jarðvegsrofi. Auk þessa eru 2 grjótvarðir varnargarðar ofar til að verjast rofi á bakkanum sem er þar allt að 10 metra hár og er eingöngu úr vikri frá Kötlu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...