Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Notagildi upplýsinga um áburðargjöf og uppskeru
Á faglegum nótum 23. nóvember 2015

Notagildi upplýsinga um áburðargjöf og uppskeru

Höfundur: Borgar Páll Bragason fagstjóri hjá RML
Þessa dagana eru bændur að standa skil á lögbundnum skráningum heyforða vetrarins en síðasti dagur til að skila haustskýrslu til Matvælastofnunar er 20. nóvember. 
 
 
Margir bændur hafa skráð uppskeru sumarsins inn í Jörð.is og geta þá með einföldum rafrænum hætti yfirfært uppskerugögnin yfir á haustskýrsluna í bustofn.is. Margir aðrir hafa undanfarna daga verið að leita uppi þessar skráningar í minnisbókum og blöðum.
 
Ein af skyldum framleiðenda í gæðastýrðri sauðfjárrækt er að halda gæðahandbók þar sem meðal annars er haldið utan um upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru fyrir hverja spildu. Þeir bændur sem skrá þessar upplýsingar í forritið Jörð.is eru í raun að uppfylla þær kvaðir og gerir lögbundin skil á upplýsingum um heyforðann mjög einföld.
 
Markmið gæðahandbókar í gæðastýrðri sauðfjárrækt frá því að hún kom til sögunnar árið 2003 var að hún væri hjálpartæki til að ná betri árangri í búrekstrinum. Fóðuröflunin er þar einn stærsti kostnaðarliðurinn. Eflaust hafa margir nýtt þessar jarðræktarupplýsingar með fyrirhugðum hætti en víða eru vannýtt tækifæri í þeim efnum. Vandi bænda felst einkum í því að það er yfirleitt tímafrek og flókin vinna að bera saman upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru með það að markmiði að greina tækifæri í endurræktun eða í breyttri áburðarnotkun.
 
Við undirbúning áburðarkaupa og vinnslu áburðaráætlunar er mikilvægt að gera greinarmun á milli túna eftir því hvort þau nýta áburð vel eða illa. Það er því eitt af verkefnum RML þessa dagana að aðstoða bændur við lesa úr upplýsingum um áburðargjöf og uppskeru og hjálpa þannig bændum við að ná bættum árangri í búrekstrinum. Hægt er að vinna svona samanburð langt aftur í tímann svo framarlega sem upplýsingarnar séu skráðar í Jörð.is.
 
Það sem einkum er gert í þessari úrvinnslu er að skoða áburðarkostnaðinn á bak við hvert kíló uppskerunnar og skoða hvort þar sé mikill munur á milli túna. Þar er búið að leggja að jöfnu, verðmæti áburðarefna í tilbúnum áburði og í búfjáráburði. Með því að bera tún saman með þessum hætti má oft á tíðum sjá hluti sem betur mega fara.
 
Hefðbundin úrvinnsla á samanburði á áburðargjöf og uppskeru inni­felur skýrslu með þremur súluritum þar sem hver súla táknar eina spildu. Eitt súluritið ber saman áborið N og uppskeru. Á öðru er sýndur áburðarkostnaður á hverja spildu og hið þriðja sýnir síðan áburðarkostnaðinn á bak við hvert kg þurrefnis og fóður­einingu. Að lokum eru reiknaðar út nokkrar lykiltölur. Þess má geta að þátttakendur í Sprota, jarðræktarráðgjöf hjá RML fá svona skýrslu.
 
Þeir sem hafa áhuga á svona samantekt sem byggir á skráningum á áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is geta haft samband við Borgar Pál Bragason hjá RML í síma 516 5000 eða með tölvupósti á bpb@rml.is. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...