Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetrum frá miðbænum. Mælingar sýndu rennsli upp á 35 lítra á sekúndu og hitastig vatnsins um 56 °C, sem telst afar vænlegt með tilliti til húshitunar með varmadælum.

Samkvæmt útreikningum dugar þessi uppspretta með notkun varmadæla til að kynda öll hús á Ísafirði. „Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur hér og mun klárlega auka lífsgæði íbúa. Nú þegar er hafin vinna við breytingu á aðalskipulagi á svæðinu en í skipulagsvinnunni er unnið að því að skilgreina virkjunarsvæði í Tungudal og gera ráð fyrir nauðsynlegum mannvirkjum, svo sem varmadælustöðvum og lagnaleiðum frá svæðinu. Núverandi kyndistöðvar í bænum verða áfram nýttar, sem hluti af dreifikerfinu,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Lögn lögð í miðbæinn

Það er Orkubú Vestfjarða sem undirbýr nú framkvæmdir og stefnir að því að byggð í nærumhverfi borholunnar í Holtahverfi og Tunguhverfi í Skutulsfirði verði tengd við nýju hitaveituna í fyrsta áfanga. Í kjölfarið verður lögð lögn úr Seljandi í miðbæinn, sem krefst u.þ.b. þriggja kílómetra lagnar.

„Með þessu má draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og notkun á raforku til húshitunar. Helstu kostir við þessar framkvæmdir eru að nýttar verða auðlindir úr jörðu með hagkvæmum hætti, jafnframt eru helstu innviðir til staðar s.s. dreifikerfi. Þannig að ekki kemur til rasks í íbúðagötum og eða tengigötum. Þó þarf að leggja stofnlögn frá borholu að kyndistöð inn á Skeiði, eins og við köllum það, og inn á Ísafjörð,“ bætir Sigríður Júlía við.

Skylt efni: Ísafjörður

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...