Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason frá Neðri-Tungu.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason frá Neðri-Tungu.
Mynd / ÁL
Líf og starf 9. nóvember 2022

Neðri-tunga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason búa á Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Rúnar er fæddur og uppalinn á bænum, en Sigurbjörg hefur verið þar síðan 2011.

Upphaflega kom hún frá Fellsströnd í Dalasýslu en flutti vestur á firði árið 2007 til að gerast safnstjóri á Hnjóti. Hjónin eru með búskap í mjög smáum sniðum eftir að hafa skorið niður, eða örfáar kindur og tvær kvígur í geldneytaeldi. Annars sækja þau atvinnu á Patreksfjörð. Aðspurð um stöðu samfélagsins í hinum forna Rauðasandshreppi, þá segja þau að svo fátt fólk sé eftir að hinn félagslegi þáttur sem var áður sé ekki svipur hjá sjón. Heilsársbúseta sé ekki trygg, þó víða á bæjum dvelji fólk í skemmri tíma.

Brotthvarf skólans reiðarslag

Þegar skólinn var lagður niður í Örlygshöfn upp úr aldamótum flutti fjölskyldufólk úr hreppnum og bændur sáu ekki fram á að kynslóðaskipti yrðu á bæjum. Á árunum þar áður höfðu samgöngur verið mjög ótryggar og fólki hugnaðist ekki að keyra börnin yfir á Patreksfjörð í skóla.

Þau nefna að í hreppnum hafi búin almennt verið minni en í öðrum sveitum landsins og uppbyggingin sem var víða í landbúnaði upp úr 1970 hafi verið takmörkuð á þessum slóðum. Ástæðurnar fyrir því voru þær að fólk lifði á svo mörgu öðru, til að mynda grásleppuveiðum og annarri sjómennsku.

Neðri-Tunga í Örlygshöfn.

Bjart yfir ferðaþjónustu

Aðspurð um framtíðarhorfur hreppsins nefna þau að bjart sé yfir ferðaþjónustunni. Allir þeir ferðamenn sem koma á sunnanverða Vestfirði komi á helstu náttúruperlur svæðisins, sem séu Rauðisandur og Látrabjarg. Byggðasafnið á Hnjóti sé líka mikið aðdráttarafl. Þau segja svæðið geta boðið upp á mikla möguleika í útivist þar sem landslagið sé ekki bara fallegt, heldur auðvelt yfirferðar. Fjöllin séu aflíðandi og ekki mjög há. Þó svo að ferðaþjónustan standi vel, búast hjónin ekki við því að áframhald verði á heilsársbúsetu eftir 10-15 ár.

Laxeldi spillir aðdráttarafli

Með uppbyggingu laxeldisins á sunnanverðum Vestfjörðum segir Rúnar sér hafi aukist bjartsýni. Án þess segir hann að þorpið á Patreksfirði væri ekki svipur hjá sjón. Hins vegar sé stærðin á eldinu orðin svo gífurleg að hann sjái ekki fram á að það fari saman með þeirri ferðamennsku sem verið er að byggja upp. Helsta aðdráttarafl svæðisins sé náttúrufegurðin og hjónin skynja að ferðamönnum finnist fiskeldiskvíarnar ekki falla vel að umhverfinu.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f