Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

„Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað“, segir í kynningu Landverndar. Nægjusemi sé jákvæð, auðveld, valdeflandi og nauðsynleg. Tilgangur verkefnisins er að upphefja nægjusemi sem jákvætt skref fyrir einstaklinga og samfélag til að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistspor okkar.

Nægjusemi er þannig mótsvar við gífurlegri neyslu í nóvember sem er neysluríkasti mánuður ársins. Þá nálgast jólin og verslanir keppast við að bjóða tilboð á svörtum föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra.

„Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað,“ segir Guðrún Schmidt hjá Landvernd. Mótefnið við ofneyslu og skortstilfinningu sé nægjusemi.

Landvernd og Grænfánaverkefnið, í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun, standa í mánuðinum fyrir viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla þar sem vakin er athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...