Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Morgunverður meistaranna
Matarkrókurinn 19. júní 2014

Morgunverður meistaranna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er heimsmeistaramótið í knattspyrnu komið á góða siglingu og þá er nauðsynlegt fyrir eldheita fótboltamenn að borða kjarngóðan morgunverð.

Hér er skemmtileg og auðveld útgáfa af morgunverði meistaranna, innblásin af hinum fræga rétti „eggs Benedict“. Það er hægt að prófa annað en hænuegg, t.d. akurhænuegg sem fást á bændamarkaðnum í Borgarnesi. En íslenska hænueggið klikkar ekki í úrvals morgunmat, fullum af orku.

Hollandaise-sósa

  • Hráefni
  • 4 stórar eggjarauður
  • ½ bolli smjör (8 matskeiðar)
  • 2-4 tsk. sítrónusafi
  • 1/8 tsk. sjávarsalt

Aðferð: Hrærið saman eggjarauður í 30 sekúndur til að brjóta þær upp í stálskál. Bætið í þremur matskeiðum af smjöri. Setjið á pott af heitu vatni á meðan hrært er stöðugt í (verið varkár og  ekki láta sjóða of mikið, bara smá malla, því við erum ekki að gera hrærð egg!) Eftir um 5–10 mínútur munu eggjarauðurnar þykkna upp og sósan ná fölgulum lit. Fjarlægið úr hita og  hrærið fimm matskeiðum af smjöri út í þar til sósan er slétt. Hrærið í 2–4 teskeiðar af sítrónusafa og smakkið til með salti. Setjið til hliðar á meðan þið lagið blini-pönnukökurnar.

Blini-pönnukökur

  • Hráefni
  • ½ bolli hveiti
  • 1 tsk. sykur
  • 1/8 tsk. salt
  • ½ tsk. matarsódi
  • 1 stórt egg
  • 1 stór eggjarauða
  • ¼ bolli sýrður rjómi
  • 2 matskeiðar súrmjólk

Aðferð: Sigtið saman þurrefni í stóra skál. Hrærið  egg, eggjarauður, sýrðan rjóma og súrmjólk vel saman í aðra skál. Léttþeytið eggjablönduna og blandið í þurrefnum. Leyfið deiginu að hvíla í nokkrar mínútur. Gerið pönnukökur eftir smekk. Sumir vilja stórar, aðrir litla sæta munnbita.
Notið ½ pakka af beikoni og steikið. 16–20 stk. akurhænuegg ættu að duga fyrir fjölskylduna. Auðvelt er að spæla eggin á pönnu og framreiða með stökku beikoni eða skinku. Toppið svo réttinn  með hollandaise-sósu. Það má líka ediksjóða eggin og raða upp í turn eins og gert er á fínum morgunverðarstöðum. Með  þessari aðferð er sama bragð með einfaldari  aðferð sem allir ættu að geta treyst sér í.

Sætur eftirréttur
Það er tilvalið að bæta í deigið ögn af sykri eða hunangi og ögn af vanilludropum og baka ljúffengar pönnukökur í eftirrétt. Framreiðið með steiktum banönum, brytjið niður súkkulaðibita og þeytið  nýjan rjóma. Þetta er óviðjafnanlegt og sykursætt.

2 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f