Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bestu lambhrútarnir á sýningunni ásamt eigendum sínum.
Bestu lambhrútarnir á sýningunni ásamt eigendum sínum.
Lesendarýni 30. október 2025

Mislitt fé í hávegum haft

Höfundur: Páll Imsland, jarðfræðingur og óforbetranlegur ljósmyndari og áhugamaður um litamálefni íslenskra húsdýra

Sú var tíð að víðast hvar var heldur amast við mislitu fé, það helst ekki sett á nema til að geðjast börnum. Það varð út undan í ræktun. Enn eimir sums staðar eftir af þessu hugarfari en þó hefur mikið breyst. Fyrir vikið er mislitt fé víða ekki eins vel ræktað og hvítt fé. Mönnum hefur þó lærst að mislitt fé er ekkert lakara fé en hvítt, en það þarf að rækta það eins og annað sem vel á að standast.

Bestu ærnar með afkvæmum á sýningunni ásamt eigendum sínum.

Fyrir bráðum þrem áratugum lögðu áhugasamir sauðfjárbændur í Holta- og Landsveit á ráðin um gæðaræktun á mislitu fé. Þeir komu saman að Brúarlundi hinn 12.12. 2002 og stofnuðu með sér félag, Fjárrætarfélagið Lit, og hófust handa um að rækta almenn gæði inn í mislitt fé svo það stæði öðru fé ekki að baki. Formaður félagsins hefur frá upphafi verið Guðlaugur Kristmundsson á Lækjarbotnum og alla tíð hefur Erlendur Ingvarsson í Skarði verið með honum í stjórninni. Tilgangur félagsins er tvennur, annars vegar að bæta gæði mislits fjár þannig að það skari fram úr og hins vegar að hafa gaman af stússinu í kringum starfsemina og félagsskapinn. Þetta hefur hvort tveggja tekist. Nú er urmull mislits fjár í Rangárþingi ytra, mislitu fé sem ekki er eftirbátur annars fjár á svæðinu en svæðið státar af mörgum framúrskarandi fjárræktarmönnum. Menn hafa líka mikið gaman af þeirri fjármennsku sem snýst um þessa ræktun og félagsstarfið sem henni er tengt, ekki síst þessum sýningardegi.

Bestu gimbrarnar á sýningunni ásamt eigendum sínum.

Á þriðja ári frá stofnun félagsins, 2005, tók það upp þann sið að stefna mönnum saman til sýninga á afrakstri þessarar ræktunar á mislitu fé og síðan hefur sýning þessi orðið að árlegri hefð. Sýningin hefur hlaðið utan á sig og er nú fyrir alllöngu orðinn meiri háttar viðburður á svæðinu. Menn velja rjómann úr sinni mislitu ræktun og koma með hann á sýninguna. Þar er féð dæmt og verðlaunað. Vel metnir og kunnandi fjármenn og dómarar dæma á sýningunni og besti árangur er verðlaunaður. Féð er dæmt í þrem flokkum, bestu gimbrarnar, bestu lambhrútarnir og besta ærin með lömbum. Sýning þessi verður vinsælli með hverju árinu og er nú orðið sótt af fjölda áhorfenda hvert haust.

Sýningin haustið 2025 fór fram í reiðskemmunni í Árbæjarhjáleigu II sunnudaginn 12. október og tókst í alla staði frábærlega. Fjöldi fjár mætti til sýningar og voru bestu gripirnir teknir til dóms og verðlaunaðir. Dæmdar Páll Imsland. voru 33 gimbrar frá 13 bæjum, 18 lambhrútar frá 10 bæjum og 5 ær með afkvæmum. Besta gimbrin var frá Fellsmúla í Landsveit, í eigu Halldóru Þorvarðardóttur og Sigurjóns Bjarnasonar, blákolótt kollótt hörkufalleg gimbur. Besti lambhrúturinn var frá Árbæjarhjáleigu II í eigu Sigurðar Kristins Eiríkssonar, litur svartflekkóttur. Besta ærin var frá Austvaðsholti, í eigu Regulu Rudin, mórauð arnhöfðótt ær með tvílembingingsgimbrar, morarnhöfðótta og svartblesótta. Dómarar á sýningunni voru Jón Vilmundarson í Skeiðháholti og Vignir Sigurgeirsson í Hemlu. Ritari og þulur sýningarinnar voru Marjolijn Tiepen og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu. Í lokadómnum vegur liturinn helming á móti öðrum eiginleikum.

Litfegursta lambið var valið af áhorfendum og reyndist það vera golsótt bíldótt hosótt gimbur frá Selási í eigu Halldórs Kristinssonar.

Guðni Ágústsson bauð hæst í gimbrina en gaf hana viðstöðulaust Heklu Katarínu Kristinsdóttur.

Á sýningum félagsins eru gjarnan eins konar hliðarsýningar þar sem eitthvað sérstakt er tekið fyrir t.d. forystufé og feldfé. Vinsældir forystufjár fara vaxandi og margir dást að hinum sérstöku eiginleikum þessa fjár. Það er allvinsælt nú um stundir að rækta svokallað feldfé, en það er ullarafbrigði, sem er mjög hrokkið og þurfa lokkarnir helst að ná allt inn að skinni. Fram á síðustu ár hefur eiginlega eingöngu verið til grátt feldfé, en nú er búið að koma þessum ullareiginleika líka fyrir með öðrum litum og mátti á sýningunni núna sjá mórauða feldgimbur.

Það er skemmtilegur siður Litarmanna að hafa ekki félagsgjöld í félaginu. Í stað þeirra er félagið rekið fyrir innkomuna af uppboði á einni framúrskarandi lífgimbur sem einhver félagsmanna leggur til. Að þessu sinni var boðin upp svartflekkótt gimbur frá Helga Benediktssyni í Austvaðsholti. Hæst bauð Guðni Ágústsson fyrrum landbúnaðarráðherra. Hann gaf gimbrinni nafn á stundinni og kallaði Njálu og síðan gaf hann gimbrina Heklu Katarínu Kristinsdóttur, eiginkonu Eiríks Vilhelms Sigurðssonar, sem þakklætisvott fyrir framlag Eiríks til nýlega afstaðinnar Njáluhátíðar í Rangárþingi.

Sýningin var afar vel sótt og hefur sýnt sig að sífellt mæta fleiri og fleiri áhorfendur á hana.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...