Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Suzuki Ignis Gas/Bensín.
Suzuki Ignis Gas/Bensín.
Á faglegum nótum 22. október 2019

Metfjöldi nýskráninga á metanbílum í Svíþjóð

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í ágúst voru meira en 1.000 nýir gasknúnir bílar skráðir í Svíþjóð samkvæmt nýlegri tölfræði frá Umferðar­greiningunni. Það er mesti fjöldi skráðra metangasbíla á einum mánuði í Svíþjóð frá því byrjað var að birta tölfræði yfir nýskráða gasbíla árið 2006.
 
Fjöldi gasknúinna bíla í Svíþjóð hefur verið tiltölulega stöðugur undanfarin ár, að því er greint var frá á heimasíðu Biogas Öst þann 10. september síðastliðinn.  Fluttir hafa verið út álíka margir metangasbílar frá Svíþjóð og innflutningurinn nemur, eða um það bil 3.000–4.000 nýir bílar á hverju ári. Mikil eftirspurn er utan Svíþjóðar eftir gasknúnum bílum sem framleiddir eru í landinu, hefur það heldur dregið úr vextinum í Svíþjóð. Talið er að óvenjumikill fjöldi nýskráninga í ágúst stafi af auknum almennum áhuga á gasknúnum bifreiðum í kjölfar innleiðingar á nýja prófunar­staðlinum WLTP (World wide harmonized light-duty vehicle test procedure) fyrir ný ökutæki.
 
 
Langar biðraðir með tilkomu WLTP
 
Síðan í september 2018 verður að prófa alla nýja bíla í Evrópu samkvæmt nýjum prófunar­staðli, eða „samræmdum heims­við­miðunum við prófanir á léttum ökutækjum“, sem er ný leið til að mæla efnalosun í útblæstri bíla með sprengihreyfla. Þetta hefur orsakað langar biðraðir á rannsóknarstofunum sem geta annast prófanirnar og gefið vottanir um hvort nýir bílar standast reglur. Í þessum mælingum hafa bensín- og dísilbílar oft forgang þar sem þeir eru enn ráðandi í bifreiðasölunni. Fjöldi vinsælla gasknúinna bílgerða hafa nú verið samþykktar og hægt er að bjóða þær til sölu. Hefur það greinilega leitt til sprengingar í nýskráningum gasknúinna bifreiða.
 
Mun ódýrari í rekstri
 
Fyrir utan að vera margfalt umhverfis­vænni en dísilbílar,  spillir ekki fyrir að gasknúnir bílar eru mun ódýrari í rekstri. Það gildir einnig fyrir slíka bíla á Íslandi og dæmi eru um að gasáfylling á bíl sem dugar í akstur til Akureyrar kosti innan við helming þess sem kostar að aka sambærilegum dísilbíl. 
 
Gasknúinn strætisvagn í Uppsala.
 
 
Skráningar á lífdísilbílum dragast saman
 
Það sem stuðlar að auknum vinsæld­um metangasbíla er einnig talið líklegt til hækkandi verðs á dísilbílum sem falla undir HVO100 og hafa verið ráðandi á markaðnum.  Árið 2017 var orkugeta í nýjum dísilbílum sem framleiddir voru í Svíþjóð 5.333 GWst. Það var komið í 3.726 GWst árið 2018 og í 3.726 GWst á fyrri hluta ársins 2019. Á fyrri hluta þessa árs fóru nýjar dísilbifreiðar með 1.050 GWst orkugetu út í umferðina í Svíþjóð. Það eru allt bifreiðar sem eru með vélar sem notað geta bíódísil undir staðlinum HVO100. 
 
Nýi WLTP mælingastaðallinn  þýðir að auknar skyldur eru settar á framleiðendur véla varðandi nýtni eldsneytis við brennslu. Það þýðir að breyta þarf stærstum hluta kerfisins við framleiðslu dísilbíla. 
 
Rafbílum fjölgaði einnig en voru þó aðeins 3% í ágúst
 
Af nýskráningum í ágúst voru 88 prósent dísil- eða bensínbifreiðar, en aðeins 3 prósent voru hreinir rafbílar. Þá voru 3 prósent bensín­bílar og 5 prósent tengil-tvinn­bílar. Þetta þýðir að þótt endurhlaðan­legum ökutækjum og gasknúnum bílum fjölgi mjög, eru samt nærri 9 af hverjum 10 nýjum bílum gerðarviðurkenndir fyrir bensín og dísil. 
 
Verið er að framleiða aukið magn af lífdísil og lífbensín og nú þegar er mikill fjöldi bifreiða á sænskum vegum sem geta notað þær eldsneytistegundir. Með því að auka hlutfall ökutækja sem geta notað aðra endurnýjanlega valkosti eins og rafmagn, lífgas, etanól og vetni eykst möguleikinn á að skipta um eldsneyti í umferðinni.
 
„Við sjáum aukinn áhuga á gasknúnum bifreiðum bæði í einka­geiranum og opinberum geirum. Það er mikilvægt að vinna að því að halda uppi jákvæðri þróun þar sem allir endurnýjanlegir kostir eru mikil­vægur hluti lausnarinnar við að skipta út bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti,“ segir Björn Isaksson, verkefnisstjóri hjá BioDriv Öst. 
 
Á heimasíðu Biogas Öst má finna bækling með upplýsingum um mikinn fjölda bíla sem brenna metangasi. Þar kemur m.a. fram að  umhverfisáhrifin við að skipta yfir í gasknúna bíla sé veruleg. Þeir losi um 80% minna af koltvísýringi en bensín- og dísilknúnir bílar. 

8 myndir:

Skylt efni: metan | metanbílar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...