Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Mynd / Einkaeign
Menning 5. apríl 2024

Melódíur minninganna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Safnið er staðsett á Reynimel, heimili Jóns á Bíldudal, og þar má finna margar gersemar tónlistarsögunnar. Árið 1962 gekk hann til liðs við hljómsveitina Facon og söng m.a. hið vinsæla lag „Ég er frjáls“ sem allir kannast við.

Fagurkerinn Jón hefur næmt auga fyrir tónlistinni svo og listum, auk þess að vera mikill ferðalangur. Hér er hann í óperuhúsinu Scala á Ítalíu.

Í framhaldinu stóð Jón á sviði Hótels Borgar og á Hótel Sögu ásamt tónlistarfólki á borð við Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms, Hauk Morthens svo lfáir séu nefndir, en söngferill Jóns spannar yfir 60 ár.

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna kveikir með gestum sínum elda og töfra tónlistarinnar. Þarna blasir við hugsjónastarf Jóns, sem setur taktinn fyrir því hvernig einstaklingur getur upp á sitt einsdæmi gætt mikilvægra menningarverðmæta án opinbers fjárstuðnings, þó ekki vaði hann í seðlum sjálfur. Fá gestir að líta augum ýmsa tónlistartengda muni gullára síðustu aldar auk aragrúa hljómplatna, öllu vel uppstilltu og aðgengilegu sem unun er á að líta.

Mætti segja að tilvera tónlistarsafnsins á Bíldudal sé áminning þess efnis, áskorun til þeirra sem ættu að telja það mikilvægt að varðveita sögu okkar Íslendinga – að líta til þeirra sem með ástríðu gæta menningarinnar og leggja þeim lið. 

Hægt er að sækja tónlistarsafnið heim alla daga að Tjarnarbraut, Reynimel, á Bíldudal, hvenær sem hentar. Til viðbótar má ná í Jón í símum 456 2186 /847 2542. Jón hvetur fólk eindregið til þess að mæta á komandi vori og sumri enda ekki víst hve safnið stendur lengi til viðbótar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...