Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá opnun Matvælasjóðs. Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ og stjórnarmaður Matvælasjóðs, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og stjórnarmaður Matvælasjóðs.
Frá opnun Matvælasjóðs. Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ og stjórnarmaður Matvælasjóðs, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og stjórnarmaður Matvælasjóðs.
Mynd / Golli
Fréttir 2. október 2020

Matvælasjóður fær aukið fjármagn í fjárlögum

Höfundur: smh

Samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi mun Matvælasjóður fá 250 milljón króna viðbótarframlag á næsta ári við þær tæplega 400 milljónir sem áætlað er að að sjóðurinn hafi árlega til umráða.

Við úthlutun á næsta ári verða því 628 milljónir, en sjóðurinn vinnur nú úr umsóknum fyrir fyrstu úthlutun sjóðsins þar sem 500 milljónir eru til ráðstöfunar. Umsóknarfrestur fyrir þá úthlutun rann út 21. september og bárust þá 263 umsóknir í alla fjóra styrkjaflokkana.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður fyrstu úthlutunar verði ljósar um næstu mánaðamót.

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...