Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Líf og starf 5. júlí 2016

Matsala, kaffihús og bar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði. Að þeirra sögn gengur reksturinn vel og vinnan í kringum það fjölbreytt og skemmtileg.

„Veitingasalan er opin frá 1. júní til 31. ágúst en við erum að hugsa um að lengja tímabilið í báða enda og búin að gera þriggja ára samning um reksturinn,“ segir Sara.

Alls konar fólk

Lovísa segir að gestirnir sem komi séu ferðamenn og heimafólk í bland.
„Hingað koma oft gönguhópar sem eru að ganga Strandirnar, sjómenn sem gera út á strandveiðar héðan frá Norðurfirði, ættingjar fólksins sem býr í sveitinni og bara alls konar fólk.“

Sara og Lovísa segjast hafa heyrt utan að sér að það vantaði manneskju til að reka veitingasölu í Norðurfirði og ákveðið að sækja um og frétt 10. mars í fyrra að umsóknin þeirra hefði verið samþykkt.
„Við settum því allt á fullt og sjáum ekki eftir því.“

Lovísa hafði aldrei komið í Árneshrepp áður en Sara nokkrum sinnum þegar dóttir hennar dvaldist í Djúpavík og þekkti því lítillega til.

„Ég gersamlega heillaðist af sveitinni og langaði strax að vera hér enda sveitin ótrúlega falleg,“ segir Sara. Að sögn þeirra stalla er Kaffi Norðurfjörður fyrst og fremst matsölustaður en líka kaffihús og bar.

„Við erum með matseðil þar sem boðið er upp á fisk, lambakjöt, hamborgara og samlokur svo dæmi séu nefnd. Hér er líka boðið upp á flottar kökur sem bakaðar eru á staðnum með kaffinu og boltann á skjá og bjór með.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...