Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Líf og starf 5. júlí 2016

Matsala, kaffihús og bar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði. Að þeirra sögn gengur reksturinn vel og vinnan í kringum það fjölbreytt og skemmtileg.

„Veitingasalan er opin frá 1. júní til 31. ágúst en við erum að hugsa um að lengja tímabilið í báða enda og búin að gera þriggja ára samning um reksturinn,“ segir Sara.

Alls konar fólk

Lovísa segir að gestirnir sem komi séu ferðamenn og heimafólk í bland.
„Hingað koma oft gönguhópar sem eru að ganga Strandirnar, sjómenn sem gera út á strandveiðar héðan frá Norðurfirði, ættingjar fólksins sem býr í sveitinni og bara alls konar fólk.“

Sara og Lovísa segjast hafa heyrt utan að sér að það vantaði manneskju til að reka veitingasölu í Norðurfirði og ákveðið að sækja um og frétt 10. mars í fyrra að umsóknin þeirra hefði verið samþykkt.
„Við settum því allt á fullt og sjáum ekki eftir því.“

Lovísa hafði aldrei komið í Árneshrepp áður en Sara nokkrum sinnum þegar dóttir hennar dvaldist í Djúpavík og þekkti því lítillega til.

„Ég gersamlega heillaðist af sveitinni og langaði strax að vera hér enda sveitin ótrúlega falleg,“ segir Sara. Að sögn þeirra stalla er Kaffi Norðurfjörður fyrst og fremst matsölustaður en líka kaffihús og bar.

„Við erum með matseðil þar sem boðið er upp á fisk, lambakjöt, hamborgara og samlokur svo dæmi séu nefnd. Hér er líka boðið upp á flottar kökur sem bakaðar eru á staðnum með kaffinu og boltann á skjá og bjór með.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...