Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meðalveiði á veiðimann var um 11 fuglar í ár en 9 í fyrra.

Miðað við niðurstöður í könnun sem Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) stóð fyrir meðal veiðimanna er útlit fyrir að veiði á rjúpu í ár hafi verið fimmtán til tuttugu prósent meiri en í fyrra, að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns félagsins. Það sé í fullu samræmi við aukna stærð veiðistofnsins árið áður. „Meðalveiðin á veiðimann var um 11 fuglar en um 9 fuglar í fyrra. Áhugavert er að þetta er einmitt sá fjöldi sem veiðimenn segjast þurfa í jólamatinn að meðaltali eða 9–10 fuglar. Hefur sú tala verið nokkuð stöðug í könnuninni í fjögur ár þótt meðalveiðin hafi lægst farið í 7 fugla,“ segir Áki.

Veiðin svipuð í landshlutunum

„Við höfum staðið fyrir þessari könnun sl. 4 ár og alltaf í lok veiði- tíma,“ heldur Áki áfram. „Okkur fannst ómögulegt að vera að bíða fram í apríl eftir opinberum veiðitölum Umhverfisstofnunar, enda erum við alltaf spurðir hvernig veiðin hafi gengið um leið og veiðitíma lýkur. Þá er betra að hafa eitthvað konkret í höndunum frekar en einhverja tilfinningu.“

Veiðin 2023 virðist, að sögn Áka, vera svipuð eftir landshlutum og í fyrra en kannski ívið meiri hlutfallslega á milli ára á NV-landi og ívið minni á Vesturlandi. „Sóknardagar eru um fjórir á veiðimann sem hefur verið raunin frá árinu 2005, þegar sölubann á rjúpu tók gildi. Fjöldi leyfilegra veiðidaga hefur hvorki aukið né dregið úr sókn, þrátt fyrir margvíslegar útgáfur af veiðitíma. Fjöldi leyfilegra veiðidaga eykur því ekki heildarafla veiðimanna nema sem litlu nemur. Það er stærð veiðistofnsins sem ákvarðar heildarveiðina.“

Hundamenn fara oftar

Áki segir einnig vekja athygli að þeir sem noti hunda við veiðar fari að meðaltali einum degi oftar til veiða en veiði mjög svipað og aðrir.

„Rjúpnaveiðitímabilið í ár var 25 dagar og hófst 20. október og síðasti veiðidagur var 21. nóvember.

Vel viðraði stærstan hluta veiðitímans en það breytir ekki þeirri staðreynd að meðalveiðimaðurinn gengur til rjúpna fjóra daga á veiðitímabilinu. Veiðimenn voru líka fljótir að ná þeim fjölda fugla sem þeir þurfa í jóla- matinn,“ segir Áki að lokum.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...