Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Víti við Kröflu.
Víti við Kröflu.
Fréttir 19. júlí 2017

Loka mögulega vegna ágangs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögnum vegna mögulegrar lokunar ferðamannastaða á landi Reykjahlíðar. Staðirnir sem um ræðir eru Hverir, Leirhnjúkur og Víti við Kröflu en óskað hefur verið eftir lokunar á stöðunum vegna álags af völdum ferðamanna.

Umhverfisstofnun hefur barst erindi Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur þann 7. júlí sl. þar sem því er beint til Umhverfisstofnunar að loka ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar vegna álags af völdum ferðamanna.

Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram í erindinu að svæðin hafi á síðustu árum látið á sjá vegna álags og aðgerðarleysis auk þess sem öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu við sjóðheita hveri. Mikilvægt sé að brugðist verði við umferð við svæðin með markvissri landvörslu og lágmarks þjónustu við svæðin.

Umhverfisstofnun getur í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðinu samkvæmt. 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Stofnuninni ber að hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeiganda og aðra hagsmunaraðil og fylgir ákveðnu verkferli. Felur það m.a. í sér að kalla eftir umsögnum. Þegar unnið hefur verið úr umsögnum og svæðið tekið út mun stofnunin meta hvort takmarka þurfi umferð og þá umfang þeirra takmarka.

Óskað er eftir að umsagnir berist í dag, 19. júlí, til Umhverfisstofnunnar að er fram kemur á vefsíðu stofnunnarinnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...