Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Klakaruðningar í Laxá í Dölum.
Klakaruðningar í Laxá í Dölum.
Mynd / Valdimar Ingi Gunnarsson
Lesendarýni 9. júní 2023

Lögfesta erfðablöndunar á laxi

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur.

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bændablaðinu hinn 9. mars, kemur m.a. eftirfarandi fram: ,,Hann klykkir út með því að vitna í umsögn þess eðlis að með lögfestingu áhættumatsins hafi verið gefin lagaheimild til þess að erfðablanda íslenskan lax.“

Valdimar Ingi Gunnarsson

Hér er vitnað til greinar höfundar sem birtist í Bændablaðinu hinn 9. febrúar.

Höfundur birti einnig grein í Bændablaðinu hinn 04.06.2020 undir heitinu ,,Það er búið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum“. En skoðum nú málið betur, er þessi Valdimar Ingi Gunnarsson einn um þessa skoðun?

Hvað segja lögfræðingarnir?

Það hafa margir verið með gagnrýni á áhættumat erfðablöndunar, en höldum okkur eingöngu við það sem fram hefur komið í umsögnum við fiskeldisfrumvarpið árunum 2018 og 2019, þar sem m.a. áhættumatið er vistað. Fram kom í umsögnum tveggja lögfræðinga:

  • Jón Þór Ólafsson, lögfræðingur og þáverandi formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur: ,,Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax.“
  • Friðleifur Egill Guðmundsson, lögfræðingur og formaður NASF á Íslandi: ,,NASF hefur áhyggjur af því að löggjafinn sé að lögfesta með beinum hætti að það sé í lagi að erfðablanda náttúrulega laxastofna með kynbættum norskum eldislaxi.“

Hér er rannsóknastjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun upplýstur um að það eru a.m.k. tveir lögfræðingar sem eru á sömu skoðun og þeir komu jafnframt fyrr með þessa ábendingu en höfundur. Mikill fjöldi umsagnaraðila komu einnig með kröfu um enga innblöndun eða erfðablöndun við meðferð málsins á Alþingi Íslendinga.

Áhættumatið

Tilgangur líkans áhættumats erfðablöndunar er að gefa rétta mynd af fjölda strokulaxa sem gætu tekið þátt í klaki í hverri veiðiá. Sá fjöldi er í beinu sambandi við áhættu á erfðablöndun. Ef fjöldinn fer yfir þröskuldsmörk á hverju ári er hætta á því að erfðablöndun safnist upp með tíma og hafi áhrif á stofngerð náttúrulegra stofna.

Athyglisvert er að fram kemur í einni umsögn Landssambands veiðifélaga við fiskeldisfrumvarpið þegar það var til umfjöllunar að áhættumatið gerði ráð fyrir að eldislax muni finnast í ám vítt um landið og veiðiréttaeigendur kunni að verða fyrir tjóni og því mikilvægt að gert væri ráð fyrir skaðabótaákvæði í lögunum.

Hugmyndafræðin röng

Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar eins og Hafrannsóknastofnunin lagði til árið 2017 í skýrslu sinni ,,Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“ gengur út á að:

  • fylgjast með þegar strokulaxar ganga upp í veiðiár,
  • grípa ekki til mótvægisaðgerða til að lágmarka skaðann,
  • mæla síðan þá erfðablöndun sem hefur átt sér stað.

Ákveðnar betrumbætur voru gerðar á áhættumatinu við afgreiðslu laga um fiskeldi á árinu 2019, einkum er varðar mótvægisaðgerðir, vegna þrýstings margra aðila. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að óháðir sérfræðingar telja að vöktunar- og mótvægisaðgerðir í áhættumati erfðablöndunar séu takmarkaðar að umfangi. ,,Taka verður alvarlega ábendingar um að hvaða leyti vöktun og mótvægisaðgerðum af hálfu Hafrannsóknastofnunar er ábótavant“ kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Lög um umhverfisábyrgð brotin

Rannsóknastjórinn er jafnframt upplýstur um að hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar er að brjóta lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Við umhverfisslys gera lög um umhverfisábyrgð ráð fyrir úrbótum rekstraraðila í tilfelli slysasleppinga sem felur í sér að fjarlægja eldislax úr veiðiá, gripið verði til aðgerða utan umráðasvæðis fyrirtækis og kostnaður greiddur af tjónavaldi.

Í nýlegu áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni fiskeldis kemur fram: ,,Sýnir það þörfina á að beita markvisst aðgerðum til þess að fjarlægja eldislax úr ám í nágrenni sleppiatvika, líkt og tíðkast í Noregi.“ Að mati meirihlutans var talið mikilvægt að ákvæði laga og reglna um strok verði endurskoðað. Fyrirhuguð er endurskoðun laga um fiskeldi á næsta ári og ef þessi breyting kemst í gegn mun áhættumat erfðablöndunar eflaust standast lög um umhverfisábyrgð.

Fórna til að auka framleiðsluheimildir

Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar gerir ráð fyrir að verja stærri veiðiár en fórna þeim minni til að hægt væri að úthluta meiri framleiðsluheimildum til eldis á frjóum laxi. Hér hefur jafnræðisreglan að engu verið höfð.

Mikilvægt er að bera virðingu fyrir eigum íslenskra landeigenda þar sem er að finna litlar veiðiár á eldissvæðum og í næsta nágrenni. Þær ár vega ekki þungt í stóra samhenginu en geta verið mikil verðmæti fyrir einstaka landeigendur. Eigendur lítilla laxveiðiáa hafa verið algjörlega hunsaðir af höfundum áhættumats erfðablöndunar og stjórnvöldum og þannig er þeirra eigum sýnd mikil vanvirðing. Það er löngu tímabært að stjórnvöld sýni eigum íslenskra landeigenda virðingu og vonandi verður það gert við fyrirhugaða breytingu á lögum um fiskeldi á næsta ár.

Að lokum

Höfundur er hvorki eigandi veiðiáa eða laxeldisfyrirtækja og hefur því ekki meiri hagsmuna að gæta í þessu máli en almennt gerist með íslenska skattgreiðendur. Stækkandi hópi er að verða það ljóst að áhættumat erfðablöndunar hefur lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og er fyrst og fremst notað til að úthluta framleiðsluheimildum til erlendra fjárfesta og fulltrúa þeirra.

Staðreyndin er sú að áhættumat erfðablöndunar opnar fyrir það að umhverfissóðarnir fái að njóta sín á kostnað þeirra sem vilja standa sig vel. Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar er röng, stenst ekki lög um umhverfisábyrgð, en því er alltaf hægt að breyta.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...