Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskar lærisneiðar. Íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun.
Íslenskar lærisneiðar. Íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun.
Fréttir 22. nóvember 2022

Lítill hluti kvótans verið nýttur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Við úthlutun á WTO- tollkvótum í sumar fengu fjögur innflutningsfyrirtæki samtals 345 þúsund kílóa kinda- eða geitakjötskvóta úthlutað.

Langstærstan hluta hans fékk Stjörnugrís, eða 281 þúsund kíló. Síðan hafa einungis 557 kíló verið flutt inn og Stjörnugrís ekkert enn þá.

Í aðsendri grein í blaðinu í dag skrifa þeir Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, og Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, um markaðsstöðu og -horfur fyrir íslenskt lambakjöt. Þar kemur fram að eina íslenska matvaran með upprunavottun sé íslenskt lambakjöt.

Ómerktur uppruni lambakjöts

Þeir vekja athygli á því að vegna þess hversu lítið hefur verið flutt inn á þessu ári megi búast við að innflutningur aukist fljótlega. Þeir segja að innflutningsfyrirtækin hafi hingað til ekki auglýst að um innflutt lambakjöt sé að ræða og benda neytendum á að spyrja ávallt um uppruna lambakjötsins sem þeir kaupa.

Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss, segir að enginn innflutningur hafi átt sér stað frá því að þeim var úthlutaður þessi kvóti.

Hann segir að innflutningurinn verði í litlu magni ef fyrirtækið ætli að nýta sér innflutningskvótann – en þá líklega frá Spáni eða Nýja- Sjálandi.

Takmarkaður áhugi sé á innflutningi á lambakjöti enn sem komið er.

Selt til veitingahúsa og í kjötvinnslur

Geir telur að erlenda kindakjötið sé ekkert mikið ódýrara en það íslenska, það sem verði mögulega flutt inn fari til veitingahúsa og í kjötvinnslur, rétt eins og aðrar kjötvörur sem fluttar eru inn. Úthlutunin síðasta sumar gildir fyrir tímabilið 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum á meðalverðinu ein króna á kílóið.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...