Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sýningin Rask verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 6. júní til 31. ágúst þar sem ljósmyndin og ljóðið eru leidd saman.
Sýningin Rask verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 6. júní til 31. ágúst þar sem ljósmyndin og ljóðið eru leidd saman.
Mynd / Listahátíð-Agnieszka Sosnowska
Menning 31. maí 2024

Listin teygir sig víða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 1. til 16. júní. Hátíðin teygir sig einnig með ýmsa viðburði út á landsbyggðina.

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang, að sögn forsvarsmanna hennar. Við verkefnaval er hátíðin sögð hafa faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi. Á dagskránni í ár er fjölbreytt úrval yfir 80 listviðburða af ýmsum toga og sumir þeirra utan Reykjavíkur.

Sæskrímsli, ljósmyndir og ljóð

Sem dæmi um viðburði á landsbyggðinni er Sæskrímsli. Segir um sýninguna í kynningu að hún sé „fyrsta stóra götuleikhússýningin sem unnin er á Íslandi. Skrímslin ganga á land í von um að minna okkur á að passa upp á náttúruna okkar. Sýningin ferðast á Akranes, Ísafjörð, Húsavík og í Neskaupstað.“ Tilgreind er listsýningin Rask í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. „Þar mætast Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld,“ segir í kynningu. „Samspil ljósmynda og ljóða birtast sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu.“
Þá verður samsýningin Er þetta Norður? í Listasafninu á Akureyri. Þar fjallar listafólkið um „sameiginlega reynsluheima fólks sem býr á Norðurslóðum“.
Suðupottur listsköpunar

Á Siglufirði verður INTO festival í Alþýðuhúsinu. „Alþýðuhúsið er handhafi Eyrarrósarinnar í ár sem eru verðlaun veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Á INTO festival sameinast listafólk víðs vegar að úr heiminum og sýnir verk sín. Myndlist, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur eru meðal þess sem áhorfendur mega búast við að finna á hátíðinni,“ segir í kynningu.

„KIOSK 108 er sjálfstæður vettvangur lista á Seyðisfirði. Þar finna gestir einstakan suðupott sjónlista, tónlistar og gjörninga. KIOSK 108 býður upp á tveggja daga hátíð þar sem fléttast saman framsækin listsköpun og tónlist svo úr verður margbreytilegt og ástríðufullt neðanjarðarpartí.“

Þá má nefna skúlptúrsýninguna Í lausu lofti sem verður í Gallerý Úthverfu á Ísafirði. Þar sýnir Auður Lóa Guðnadóttir skúlptúra „sem fjalla um það að tilheyra og tilheyra ekki, græna páfagauka í almenningsgörðum Lundúna, flöskuskeyti og allt þar á milli. Auður Lóa hefur einbeitt sér að skúlptúrum úr máluðum pappamassa.“

Heildardagskrá er að finna á vef Listsahátíðar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...