Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötframleiðsla í tonnum. Sauðfjárrækt hefur dregist lítillega saman í magni af framleiddu kjöti og enn meira þegar litið er til fjölda vetrarfóðraðra.
Kjötframleiðsla í tonnum. Sauðfjárrækt hefur dregist lítillega saman í magni af framleiddu kjöti og enn meira þegar litið er til fjölda vetrarfóðraðra.
Mynd / Hagstofa Íslands
Lesendarýni 10. janúar 2023

Leysum þetta saman

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi og verkefnastjóri á Rauðsgili og Þórarinn Skúlason, sauðfjár- og skógarbóndi á Steindórsstöðum.

Atvinnuhættir landsmanna hafa breyst mikið undanfarin ár, en í dag eru helstu atvinnuvegir landsins ferðaþjónusta, iðnaður og sjávarútvegur.

Stærsti hluti vinnuafls sinnir þjónustu, að stórum hluta hjá hinu opinbera s.s. við kennslu á hinum ýmsu skólastigum.

Vægi landbúnaðar er þannig orðið hlutfallslega minna, en skiptir samt máli og þá ekki síst í dreifðari byggðum án sjávarútvegs. Landbúnaður er þó sífellt að breytast, mjólkur­ framleiðsla hefur t.d. aukist ásamt alifugla­ og svínarækt og matjurtarækt hefur aukist mikið. Einnig er ferðaþjónusta víða orðin máttarstólpi til sveita, bæði sem gisting, þjónusta og afþreying og skógrækt er orðin viðurkenndur landbúnaður.

Sauðfjárrækt hefur á hinn bóginn dregist lítillega saman í magni af framleiddu kjöti og enn meira þegar litið er til fjölda vetrarfóðraðra áa og því sætir furðu að opinberir aðilar séu uppvísir að því að gæta einungis hagsmuna sauðfjárbænda þegar upp koma mál er varða eignarétt og jafnræði á meðal íbúa.

Hér áður fyrr báru þeir bændur sem njóta afurðanna, ábyrgð á sínu sauðfé. Almennt skyldu þeir halda sínu fé heima á bæ eða í beitarhólfum þar til því væri sleppt á fjall. Það sama gilti eftir göngur og réttir, þá bar fjáreigendum að halda fénu heima eða í hólfum.

En af vondum lögum koma vondir siðir. Við túlkun á þeim (ó) lögum sem haldið hefur verið uppi liðinn áratug, sem umboðsmaður Alþingis úrskurðaði nýlega að samræmist ekki tilgangi fyrri laga né stjórnarskrá, var ábyrgðinni á sauðfé snúið á hvolf.

Lögin leiða það af sér að ekki er hirt um girðingar á fjárbúinu sjálfu og fé sleppt út að vori. Sumir bændur spara sér einnig vinnuna við að reka á fjall, enda stunda þeir beitarþjófnað af löndum nábúanna með fulltingi stjórnvalda. Að loknum göngum og réttum er það fé sem fer í sláturhús skilið frá en hinu sleppt út aftur. Þeir sem ekki eiga sauðfé þurfa nú að smala sín lönd í eigin reikning og taka þvingað þátt í kostnaði við smölun á fé í afréttum, sem er svo sleppt aftur út nokkrum dögum síðar. Þeir bera einnig sjálfir skaðann þegar sauðféð eyðileggur skógrækt eða aðra ræktun. Það lýsir því svo hversu sturlað þetta fyrirkomulag er að dæmi er um að bændur tilgreini jarðir nábúanna sem sín beitilönd (án samþykkis) til að uppfylla kröfur „gæðastýringar í sauðfjárrækt“.

Skyldur stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, er að fara að lögum. Þar með talið að verja stjórnar­ skrárvarin réttindi, þá ekki síst með tilvísun til eignarréttarákvæðis og jafnræðisreglu.

Hér eru stjórnvöld að brjóta bæði gegn eignarrétti og jafnræðisreglu sumra íbúa sveitarfélagsins en ganga erinda lítils minnihlutahóps sem er þó ekki nema 10­20% af sauðfjárbændum, samkvæmt mati Davíð Sigurðssonar, formanns Byggðaráðs Borgarbyggðar (samkvæmt Fréttablaðinu þann 23. nóvember).

Ljóst er að ekki verður lengur unað við óbreytt ástand og því er hér spurt hvort stjórnvöld séu reiðubúin að koma að vinnu með öllum haghöfum, ekki bara þessum litla minnihluta sauðfjárbænda, til að finna lausn sem væri öllu samfélaginu til heilla?

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...