Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Ganga megi svo langt að segja að þau haldi íslenskri skógrækt í gíslingu og góðu uppbyggingarstarfi fyrir sjálfbærni niðri. Þetta segir Hlynur G. Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. „Ótrúlega flókið getur verið að koma skógræktarverkefnum í gegnum skipulagsferli og hreinlega letjandi fyrir margan,“ segir hann. Auðveldasta og besta lausnin sé að samþykkja að skógrækt sé landbúnaður innan skipulagslaga, á það þrýsti allur skógargeirinn.

„Ef það er markmið stjórnvalda að auka skógrækt og þar með kolefnisbindingu þá vantar upp á samræmingu milli sveitarfélaga, bæði hvað varðar skipulagsmál og hver beri kostnað af fornminjaskráningu,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Oft sé fornminjaskráningar krafist áður en framkvæmdaleyfi er veitt og sá kostnaður lendi á skógræktandanum og valdi því að fólk jafnvel hætti við að fara í skógrækt. „Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin sjálf séð um kostnað af fornminjaskráningum þannig að þau sem vilja í skógrækt sitja ekki við sama borð og fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa hversu hár byrjunarkostnaðurinn er við að hefja skógrækt,“ segir Sigríður.

Sjá nánar á síðum 20–22 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Skógrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...