Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Antirrhinum majus
Antirrhinum majus
Á faglegum nótum 30. júlí 2021

Lengdu sumarið í garðinum

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Öllum finnst okkur sumarið á Íslandi vera helst til of stutt fyrir okkar smekk. Gjarnan vildum við hafa sól og sumaryl lengi fram eftir haustinu en það er víst ekki eitthvað sem við getum stjórnað.

En eitt sem við getum hins vegar gert er að gera sumarlegt í kringum okkur og ýmist valið blóm sem blómstra seint eða standa lengi fram eftir haustinu.
Þrenningarfjólan er íslensk tegund sem er bæði harðgerð og svo er hún lengi að koma með blóm eftir að hún byrjar að blómstra í júní. Hægt er að smella þeim út í garð og þær lifa frekar lengi fram eftir haustinu með sínum fallega fjólubláa, gula og hvíta lit. Hún er falleg og mikil garðaprýði ásamt því að vera tákn Garðyrkjuskólans á Reykjum.

Skrautkál getur verið virkilega skemmtilegt og litríkt í garðinum. Það er harðgert og þolir vel frost fram eftir ári og getur jafnvel staðið af sér veturinn á skjólgóðum stöðum sunnanlands eða í þau skipti sem við Íslendingar fáum mildan vetur.

Stjúpur eru löngu orðnar að hálfgerðri klassík í íslenskum görðum. Þær eru til í ótal litum og litasamsetningum og eru þær ekki bara fallegar heldur virkilega duglegar að halda sér lengi fram eftir hausti með blómin sín stór og falleg. Stjúpurnar eru tvíærar og mynda fræbelgi að blómstrun lokinni og sá sér fyrir komandi sumar. Þá er ómögulegt að spá fyrir um hvaða litir koma upp og getur það verið virkilega spennandi að fylgjast með því um komandi sumar.

Snædrífa er lágvaxin og fíngerð en virkilega harðgerð og falleg planta sem blómstrar hvítum, fölbleikum eða fjólubláum blómum. Hún stendur í blóma allt sumarið, þekur vel þar sem hún er gróðursett og vill helst fá góðan og bjartan stað. Þessi fallega planta stendur vel og er mikið prýði alveg inn í haustið en þolir þó ekki frost.

Ljónsmunni er tignarlegt fjölært sumarblóm sem vex helst á skjólgóðum og sólríkum vaxtarstað en er einnig harðgert og duglegt. Það getur orðið allt að 90 sentímetrar á hæð en algengast í görðum er um 40 sentímetrar háar plöntur. Blómin eru í klasa upp eftir blómstönglinum, fremur óregluleg með blóm sem eru oftast einlit og er um virkilega fallega liti að velja.

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...