Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku
Fréttir 25. september 2014

Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands kemur fram að í Bændablaðinu í dag hafi upplýsingar um verð fyrir heimtöku birst, sem ekki séu lengur í gildi.

Réttar upplýsingar sé að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.

Þar kemur meðal annars fram um verðlagningu heimtöku kindakjöts :

"Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun verður 2950 kr/stk fyrir dilka og 3090 kr/stk fyrir fullorðið. Fínsögun kostar aukalega 690 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 695 kr/stk. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá einhverjum öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Heimtaka er slátrun fyrir bændur á lægra verði en almennt er boðið og ber ekki fullan kostnað. Þessi slátrun er takmörkuð við eðlilega heimanotkun og eðlilega heimasölu bænda. Stórfelld heimtaka til endursölu inn á markað kjötvinnsla, verslana eða mötuneyta fellur ekki undir þetta og verður verðlögð sem verktakaslátrun á hærra verði.

Vsk bætist við allar ofangreindar tölur."
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...