Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laun undir lágmarksviðmiðum
Fréttir 7. júlí 2022

Laun undir lágmarksviðmiðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Út frá skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um afkomu nautakjötsframleiðenda má sjá að bændurnir, sem ljáðu skýrsluhöfundum innsýn í starfsemi sína, reiknuðu sér að meðaltali um 220.000 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína í nautakjötsframleiðslunni.

Það má sjá með því að rýna í liðinn laun og launatengdar greiðslur en hann er um 3,15 milljónir á ársgrundvelli, eða 260.000 kr. á mánuði.

„Bersýnilega duga þessi laun ekki til og nautakjötsframleiðendur geta ekki haldið áfram að greiða með framleiðslunni líkt og þeir hafa gert síðustu ár,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

„Í skýrslunni er tekið undir það sem við hjá BÍ höfum verið að benda á; að undandarin ár hafa íslenskir nautakjötsframleiðendur verið að gera betur, jákvæð þróun er í vaxtarhraða, fallþunga og flokkun íslensks nautakjöts.

Þannig hafa bændur náð fram hagræðingu í sínum rekstri með að skila þyngri og betri gripum. Svigrúmið til frekari hagræðingar virðist þó vera takmarkað. Það sjáum við kannski einna best á því að laun og launatengd gjöld hafa lækkað um rúmar 15.000 krónur á hvern sláturgrip frá 2017-2021.

Með þyngri gripum er eðlilegt að kostnaður á hvern grip lækki en þessi lækkun launa er þó umfram þá þyngdaraukningu sem hefur orðið á gripunum. Við getum því með sanni sagt að bændur séu farnir að taka á sig talsverðar launalækkanir.“

Hækkun afurðaverðs nauðsynlegt

Hún segir sárt að horfa upp á launaskerðingu á sama tíma og laun í landinu hafi almennt verið á uppleið. „Vert er að benda á að á sama tímabili, skv. Hagstofu Íslands, hækkaði launavísitalan um 176,7 stig,“ segir Herdís Magna.

Hún bendir á að skýrsla RML styðji málflutning nautgripabænda síðustu misseri.

„Rétt eins og skýrslan segir hafa afurðaverðslækkanir síðustu ára komið afar illa við greinina ásamt auknum innflutningi. Skýrsluhöfundar segja að hækkun á afurðaverði sé nauðsynleg ásamt því að ná jafnvægi á markaðnum.

Við bændur þurfum svo auðvitað að halda áfram að leita allra leiða til frekari hagræðingar,“ segir Herdís Magna. Hún hvetur fleiri bændur til að taka þátt í rekstrarverkefnum RML svo hægt sé að fá víð- tækar og nákvæmar niðurstöður slíkra greininga.

„Það er okkur afar mikilvægt til að geta tekið púlsinn á stöðu nautgriparæktarinnar og í allri hagsmunagæslu BÍ.“

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f