Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Mynd / gbe
Fréttir 25. janúar 2024

Lánafyrirgreiðsla lýtur ekki fjármálaeftirliti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjármálastarfsemi samvinnufélaga lýtur ekki sama eftirliti og lánastarfsemi fjármálafyrirtækja.

Þrátt fyrir að veita bændum fyrirgreiðslur og langtímalán hafa hvorki Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa né menningar- og viðskiptaráðuneytið eftirlitsskyldu gagnvart slíkri starfsemi.

Kúabóndi sem gagnrýndi aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur í síðasta tölublaði Bændablaðsins telur að bændur og ríkisvaldið þurfi að varða leið út úr því sem hann kallar öngstræti í átt að farsælla fyrirkomulagi mjólkurframleiðslunnar.

Tilgangur samvinnufélagsins KS er meðal annars að efla atvinnulíf á starfssvæði sínu með beinni og óbeinni þátttöku félagsins. Það gerir félagið meðal annars með því að aðstoða félagsmenn sína við kaup á mjólkurkvóta, enda er framleiðslugeta fjósa á svæðinu orðin umfram þann framleiðslurétt sem margir eiga.

Í reynd er þetta staðan víðar um land. Snorri Sigurðsson, sérfræðingur í nautgriparækt, telur að tæknileg framleiðslugeta fjósa landsins sé afar vannýtt, ekki eingöngu í Skagafirði. Nýting á Íslandi sé ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin og búnaðurinn sem fjárfest hefur verið í ræður í raun og veru við.

Við þá heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði sem nú er í farvatninu gefst stjórnvöldum tækifæri til að skoða þennan aðstöðumun og gagnsemi þeirrar framleiðslustýringar sem nú er við lýði í mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar á síðum 20 - 23 í nýútkomnu Bændablaði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...