Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Mynd / gbe
Fréttir 25. janúar 2024

Lánafyrirgreiðsla lýtur ekki fjármálaeftirliti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjármálastarfsemi samvinnufélaga lýtur ekki sama eftirliti og lánastarfsemi fjármálafyrirtækja.

Þrátt fyrir að veita bændum fyrirgreiðslur og langtímalán hafa hvorki Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa né menningar- og viðskiptaráðuneytið eftirlitsskyldu gagnvart slíkri starfsemi.

Kúabóndi sem gagnrýndi aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur í síðasta tölublaði Bændablaðsins telur að bændur og ríkisvaldið þurfi að varða leið út úr því sem hann kallar öngstræti í átt að farsælla fyrirkomulagi mjólkurframleiðslunnar.

Tilgangur samvinnufélagsins KS er meðal annars að efla atvinnulíf á starfssvæði sínu með beinni og óbeinni þátttöku félagsins. Það gerir félagið meðal annars með því að aðstoða félagsmenn sína við kaup á mjólkurkvóta, enda er framleiðslugeta fjósa á svæðinu orðin umfram þann framleiðslurétt sem margir eiga.

Í reynd er þetta staðan víðar um land. Snorri Sigurðsson, sérfræðingur í nautgriparækt, telur að tæknileg framleiðslugeta fjósa landsins sé afar vannýtt, ekki eingöngu í Skagafirði. Nýting á Íslandi sé ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin og búnaðurinn sem fjárfest hefur verið í ræður í raun og veru við.

Við þá heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði sem nú er í farvatninu gefst stjórnvöldum tækifæri til að skoða þennan aðstöðumun og gagnsemi þeirrar framleiðslustýringar sem nú er við lýði í mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar á síðum 20 - 23 í nýútkomnu Bændablaði.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...