Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hella
Hella
Fréttir 26. nóvember 2025

Lágvöruverðsverslun gæti risið á Hellu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Viljayfirlýsing um byggingu lágvöruverðsverslunar og annarrar þjónustu á Hellu hefur verið undirritað, en fyrirhugað byggingarsvæði er við Faxaflatir 4, á stórri lóð við þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum þorpið.

Að viljayfirlýsingunni standa annars vegar Drangar hf., sem meðal annars reka Samkaup og Orkuna, og hins vegar Land and Houses ehf. og Cheng Hoon International Development ehf., sem hyggjast byggja verslunar- og þjónustuhús á lóðinni. Drangar hf. hafa lýst áhuga á að setja þar upp matvöruverslun náist samningar milli aðila.

Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra fjallaði nýverið um málið og samþykkti eftirfarandi bókun:

„Unnið er að samkomulagi við verslunarkeðju, sem kallar á stærra húsnæði en nú er gert ráð fyrir á reitnum. Samhliða er óskað eftir að staðsetning á húsnæði færist sunnar sem stækkun nemur til að koma fyrir fleiri bílastæðum fyrir framan í tengslum við verslunarkeðjuna. Núverandi stærð lóðar og stærð á byggingarreit takmarka þessar forsendubreytingar og eru því lykilatriði í þeirri framþróun sem fyrirhuguð er. Viljayfirlýsing liggur fyrir milli aðila til byggingar á verslunarrými fyrir lágvöruverðsverslun á fyrstu hæð.“

Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is, er hægt að kynna sér málið nánar og skoða teikningar og önnur skipulagsgögn.

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir að verkefnið sé enn á viljayfirlýsingastigi.

„Þetta er nú enn viljayfirlýsing milli lóðarhafans og Dranga, sem sveitarfélagið hefur ekki beina aðkomu að, nema við erum tilbúin að stækka lóðina til að þetta verði að veruleika,“ segir hann.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...