Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld
Mynd / mhh
Líf og starf 2. febrúar 2024

Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jónas Rafn Lilliendahl mjólkurfræðingur náði þeim merkilega áfanga að vinna í 47 ár á sama vinnustaðnum um áramótin.

Jónas lét formlega af störfum hjá mjólkurbúinu á Selfossi, nú MS, um áramótin eftir farsælt starf. „Ég hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna í apríl árið 1977 og fór á samning þá um haustið. Mjólkuriðnin heillaði mig, ég þekkti til nokkurra manna í mjólkurbúinu og ákvað að sækja um vinnu, sem ég fékk.

Ég hef unnið við svo að segja allar framleiðslugreinar sem voru í búinu, eins og ostagerð, smjör- og skyrgerð, í vélasal, mjölvinnslu og endaði síðustu árin á rannsóknarstofunni við gæðaeftirlit framleiðslunnar,“ segir Jónas Rafn. „Það sem hefur breyst gríðarlega gegnum árin er að tæknin hefur verið innleidd í nánast allt sem að framleiðslunni kemur. Áður voru nánast allir hlutir gerðir með höndunum en nú fara allar stýringar, stillingar og framleiðsluferlið í gegnum tölvu þannig að það er mikil breyting. Það var ekki óalgengt að maður gengi marga kílómetra í vinnunni dag hvern en nú er mest setið við tölvur, þó ekki alls staðar,“ segir Jónas Rafn og hlær.

En er ekki skrýtið að þurfa ekki að mæta lengur til vinnu? „Jú og nei, en ég hætti mjög sáttur því ég var búinn að gíra mig niður í 50% starf síðustu þrjú árin og búinn að undirbúa mig þannig að ég hef að nógu að hverfa.

Við hjónin erum búsett í Tjarnarbyggð í Árborg og erum með lítið gestahús í ferðaþjónustu, sem ég sé um þannig að ég er ekki hættur að vinna, skipti bara um starfsvettvang. Einnig erum við með hesthús á hlaðinu og tekur það alltaf tíma að hugsa um hrossin og ríða út. Ég hef verið heppinn í lífinu og lífið er mér ljúft í dag, gott að fá að eldast og njóta með fjölskyldunni,“ segir Jónas Rafn, alsæll og kátur með þessi tímamót í lífi sínu nú þegar nýr kafli tekur við.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...