Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Mynd / ÁL
Líf og starf 3. nóvember 2023

Kraftur í ungum bændum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ungra bænda (SUB) boðuðu til baráttufundar undir yfirskriftinni Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita. Erindið var rekstrarumhverfi landbúnaðar á Íslandi, sem samtökin segja kominn að fótum fram.

Í ályktun, sem samþykkt var í lok fundar, segir að ungir bændur standi frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og engin tækifæri séu fyrir ungt fólk sem vilji komast í greinina. Eðlileg nýliðun sé forsenda áframhaldandi landbúnaðar í landinu og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Ályktunin endar með þessum orðum: „Það er glapræði að leggja íslenskan landbúnað af. Þess vegna þarf að bregðast við án tafar. Seinna er of seint.“

Mæting var með besta móti, en á fundinum voru ekki einungis ungir bændur, heldur einnig eldri starfssystkin, stjórnmálamenn úr öllum flokkum, ráðherrar, fulltrúar fyrirtækja sem þjóna bændum, fjölmiðlafólk og margir fleiri. Setið var í nánast öllum sætum ásamt því sem fimm hundruð manns fylgdust með í beinni. Þá hefur á fimmta þúsund horft á upptökuna þegar þetta er ritað.

14 myndir:

Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Nokkrir tugir búfræðinema komu á fundinn.
Fullt var út úr dyrum í Salnum í Kópavogi. Þá var mikið áhorf í streymi.
Fundargestir komu alls staðar að af landinu, sem og úr fjölmörgum geirum sem snerta landbúnaðinn.
Tíu framsögumenn héldu erindi. Hér stendur Jón Helgi Helgason kartöflubóndi í pontu og bendir á að margir bændur stuðli að fæðuöryggi þjóðarinnar í sjálfboðavinnu.
Tveir Skagfirðingar taka þingmann Samfylkingarinnar tali.
Í pallborð mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Meðal þeirra var samhljómur um mikilvægi þess að hlúa vel að íslenskum landbúnaði.
Nemendur á Hvanneyri komu í Kópavoginn með rútu. Gefið var frí frá kennslu, enda snerti viðfangsefni fundarins framtíð þeirra.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...