Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kolefniseining er fasti sem útleggst bæði sem þyngdareiningin „tonn af kolefni“ og rúmmálseiningin „rúmmetri af kolefni“. 1 kolefniseining = 1 tonn af CO2-jöfnun.
Kolefniseining er fasti sem útleggst bæði sem þyngdareiningin „tonn af kolefni“ og rúmmálseiningin „rúmmetri af kolefni“. 1 kolefniseining = 1 tonn af CO2-jöfnun.
Mynd / Arcline
Fréttir 25. nóvember 2025

Kolefnisverkefni og -markaðir í þroskaferli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bæta verður umgjörð kolefnisverkefna, minnka óvissu um þau og skýra hvað felst í kolefnishlutleysi.

Á málstofu um kolefnismarkaði sem fram fór um síðustu mánaðamót kom fram að bæta þurfi umgjörð kolefnisverkefna og minnka óvissu svo þau verði almennt talin álitlegur kostur, bæði sem aðgerð í loftslagsmálum og til fjárfestinga.

Land og skógur stóðu að málstofunni ásamt ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte og loftslagsskránni International Carbon Registry (ICR). Hafa þessir aðilar í sameiningu unnið að skýrslu um markaðsstöðu og fjármögnun náttúrutengda lausna og er hennar að vænta undir lok ársins.

Atvinnuskapandi fyrir bændur

Í umræðum var m.a. fjallað um tækifæri bænda og bent á að bændur og aðrir landeigendur væru mjög fjölbreyttur hópur með ólíkar áherslur en mikinn áhuga væri þó þar að finna. Mikilvægt væri að verkefni væru atvinnuskapandi fyrir bændur og að þeir sæju ávinning af þeim, að því er fram kemur í fregn Lands og skógar af málstofunni.

Þá segir að ein af hindrunum fyrirtækja sem vilja fjárfesta í innlendum vottuðum kolefniseiningum sé óvissan um hvort og hvernig fyrirtækin geta talið slíkar einingar fram til að mæta markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Til að eyða þeirri óvissu þurfi stjórnvöld að vinna að því með atvinnulífinu að skilgreina hvað felist í kolefnishlutleysi. Ekki sé síður mikilvægt að viðurkenna mikilvægi innlendra vottaðra kolefniseininga, svo sem úr skógrækt og endurheimt votlendis, til jöfnunar á þeirri kolefnislosun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Slíkt myndi auka eftirspurn á markaði og um leið möguleika framkvæmdaaðila til að fjármagna loftslagsverkefni.

Læri af því sem miður fer

Kemur fram að í umræðum hafi verið áberandi að fólki þætti mikilvægt að gott samtal væri í gangi milli hagaðila. Aðgerðir væru nauðsynlegar og ekki mætti hræðast mistök eða hnökra á verkefnum því slíkt væri til að læra af. Fram kom og að torsótt væri að afla fjármagns til kolefnisverkefna með hefðbundnum leiðum í gegnum lánsfjármögnun eða fjárfestingar.

Enn fremur var komið inn á mögulega sölu kolefniseininga úr landi sem myndu þá nýtast þar á móti losun en ekki innanlands á Íslandi, s.s. tilsvarandi jöfnun (e. Corresponding Adjustment) á loftslagsbókhaldi landa. Slíkt gæti falið í sér tækifæri til að fá hærra verð fyrir einingar. Einnig var rætt um hvort eðlilegt væri að íslenska ríkið teldi fram í kolefnisbókhaldi landsins bindingu verkefna sem orðið hefðu til að frumkvæði og með fjármögnun valkvæða eða frjálsa kolefnismarkaðarins. Mun þetta vera í mótun hjá stjórnvöldum.

Skylt efni: Kolefnisverkefni

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...