Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Mynd / Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga
Líf og starf 15. júní 2022

Kjarnaklass í Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Kjarnaklass er eitt af þeim verkefnum sem við vinnum að í Kjarnaskógi, grunnurinn klár og eitt tæki komið niður, við fáum svo fleiri eftir efnahag,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Hann bætir við að Kjarnaskógur, með öllum sínum lýðheilsumannvirkjum, sé ein stærsta líkamsræktarstöð landsins.

Upphífingartæki og bekkpressa í bland við tré

Fyrsta líkamsræktartækið er komið upp á Kjarnaklass vellinum sem er að rísa rétt við snyrtingarnar í Kjarnakoti. Um er að ræða öflugt upphífingartæki, en Ingólfur segir að til standa að bæta við allt að 10 minni tækjum til vibótar, sem og bekkjum og aðstöðu fyrir hópa að safnast saman, t.d. fyrir ferð um skóginn eða til að teygja á eftir túrinn.

„Við vonumst til að Kjarnaklass virki bæði sem sjálfstæð eining og einnig sem ein stöð af mörgum í skóginum þannig að fólk geti gengið, hjólað, faðmað tré, skellt sér í bekkpressu, teygt og slakað í einni og sömu heilsubótargöngunni,“ segir Ingólfur. Fjölmörg verkefni eru fram undan í sumar líkt og vanalega. Ingólfur nefnir að um þessar mundir sé vinna að hefjast við endurbyggingu á Kjarnavelli, en völlurinn er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar.

„Við setjum þar upp sérstakt svæði sem hentar ungum börnum og leggjum einnig upp með að svæðið nýtist á veturna með tengingu við sleðabrekku. Á þessu svæði munu tröllið og geiturnar þrjá búa,“ segir hann. Átak verður gert í viðhaldi stíga, grisjun skógarreita og þá sérstaklega meðfram stígum til að rýma fyrir nýjum snjótroðara sem tekinn verður í gagnið næsta vetur. Reist verður skýli yfir sög og snjótroðara í sumar.

Afmælisár í Miðhálsskógi

Skógræktarfélagið hefur einnig umsjón með fjölda reita í Eyjafirði, Vaðlareit, Laugalandsskógi, Leynishólum og Hánefsstaðareit og verður unnið við alla þessa reiti á komandi sumri.

Miðhálsskógur í Hörgársveit á afmæli í ár og verður haldið upp á það, en Ingólfur segir að skógargöngur og ýmsir aðrir viðburðir verði í boði í sumar.

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...