Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Mynd / Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga
Líf og starf 15. júní 2022

Kjarnaklass í Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Kjarnaklass er eitt af þeim verkefnum sem við vinnum að í Kjarnaskógi, grunnurinn klár og eitt tæki komið niður, við fáum svo fleiri eftir efnahag,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Hann bætir við að Kjarnaskógur, með öllum sínum lýðheilsumannvirkjum, sé ein stærsta líkamsræktarstöð landsins.

Upphífingartæki og bekkpressa í bland við tré

Fyrsta líkamsræktartækið er komið upp á Kjarnaklass vellinum sem er að rísa rétt við snyrtingarnar í Kjarnakoti. Um er að ræða öflugt upphífingartæki, en Ingólfur segir að til standa að bæta við allt að 10 minni tækjum til vibótar, sem og bekkjum og aðstöðu fyrir hópa að safnast saman, t.d. fyrir ferð um skóginn eða til að teygja á eftir túrinn.

„Við vonumst til að Kjarnaklass virki bæði sem sjálfstæð eining og einnig sem ein stöð af mörgum í skóginum þannig að fólk geti gengið, hjólað, faðmað tré, skellt sér í bekkpressu, teygt og slakað í einni og sömu heilsubótargöngunni,“ segir Ingólfur. Fjölmörg verkefni eru fram undan í sumar líkt og vanalega. Ingólfur nefnir að um þessar mundir sé vinna að hefjast við endurbyggingu á Kjarnavelli, en völlurinn er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar.

„Við setjum þar upp sérstakt svæði sem hentar ungum börnum og leggjum einnig upp með að svæðið nýtist á veturna með tengingu við sleðabrekku. Á þessu svæði munu tröllið og geiturnar þrjá búa,“ segir hann. Átak verður gert í viðhaldi stíga, grisjun skógarreita og þá sérstaklega meðfram stígum til að rýma fyrir nýjum snjótroðara sem tekinn verður í gagnið næsta vetur. Reist verður skýli yfir sög og snjótroðara í sumar.

Afmælisár í Miðhálsskógi

Skógræktarfélagið hefur einnig umsjón með fjölda reita í Eyjafirði, Vaðlareit, Laugalandsskógi, Leynishólum og Hánefsstaðareit og verður unnið við alla þessa reiti á komandi sumri.

Miðhálsskógur í Hörgársveit á afmæli í ár og verður haldið upp á það, en Ingólfur segir að skógargöngur og ýmsir aðrir viðburðir verði í boði í sumar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...