Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjötvinnslan hjá Ísfugli notar ekki erlent fuglakjöt í sinni framleiðslu þó e.t.v. vanti einhverja bita á vissum tímabilum.
Kjötvinnslan hjá Ísfugli notar ekki erlent fuglakjöt í sinni framleiðslu þó e.t.v. vanti einhverja bita á vissum tímabilum.
Mynd / TB
Skoðun 21. júlí 2020

Íslenskt hráefni alla leið

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Það er ekki nýtt að fjallað sé um tollamál búvara í Bændablaðinu. Í gegnum árin er þessi óspennandi málaflokkur á milli tannanna á hagsmunaaðilum og almenningur nær ef til vill ekki alltaf til botns í umræðunni. 
 
Frjálshyggjan mælir fyrir óhindr­uðum viðskiptum og heildsalar og innflutningsfyrirtæki keppast við að mæra gildi frelsisins. Bændur hafa hins vegar talað fyrir gildi tollverndarinnar og sýnt fram á hversu miklu máli hún skipti fyrir innanlandsframleiðslu á matvælum. Það er erfitt að keppa við vörur frá suðlægari breiddargráðum sem framleiddar eru við hagfelldari skilyrði en hér á Fróni. Hversu oft höfum við ekki farið yfir aðstæður launafólks og borið saman dýravelferð og notkun varnarefna og sýklalyfja á Íslandi og annarra þjóða? 
 
Auðvitað er dapurlegt að horfa til þess að tollapólitíkin, sem er mannanna verk, er að grafa undan íslenskri framleiðslu og það býsna hratt. Á sama tíma eru bændur endalaust að hagræða, berjast við að auka gæði framleiðslunnar og byggja ný gripahús til að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir.
 
Það þarf ekki lengi að ræða við bændur og aðra matvælaframleiðendur til þess að átta sig á því að staðan er alvarleg um þessar mundir. Tölur um aukinn innflutning á erlendum búvörum á lágum eða engum tollum draga máttinn úr innlendri framleiðslu. Samkeppni við ódýrar vörur að utan gerir það að verkum að ekki er hagstætt að framleiða hér heima. Minni umsvif koma niður á stærðarhagkvæmninni og þannig verður til vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr. Kórónuveirufárið bætti gráu ofan á svart og hefur, eins og í nær öllum öðrum atvinnugreinum, haft djúpstæð áhrif á sölu og framleiðslu. Hvað er til bragðs að taka þegar aðstæður eru með þessum hætti?
 
Leggjum áherslu á innlent hráefni
 
Í viðtali við bændurna á Reykjum í Mosfellsbæ, sem framleiða fuglakjöt og eiga sláturhúsið Ísfugl, kemur fram að þar sé áherslan fyrst og fremst lögð á innlent hráefni. Kjötvinnslan hjá Ísfugli notar ekki erlent fuglakjöt í sinni framleiðslu þó e.t.v. vanti einhverja bita á vissum tímabilum. Fyrirtækið er með skýra stefnu og neytendur vita nákvæmlega fyrir hvað það stendur. Stefna Ísfugls gerir meiri kröfur til framleiðenda um að skaffa hráefni og það hefur tekist. Bændurnir þurfa einfaldlega að framleiða meira.
 
Freisting að flytja inn
 
Þetta mættu fleiri afurðastöðvar og kjötvinnslur taka sér til fyrirmyndar. Það er opinbert leyndarmál að jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda nota erlent kjöt í sumar sínar framleiðsluvörur. Þegar spurt er út í þetta er svarið alltaf það sama. „Ef við gerum þetta ekki þá gerir þetta einhver annar.“ Sum fyrirtæki hafa raunar bent á að erlent hráefni geti gagnast til þess að nýta vinnuaflið sem hér er við störf þegar ekkert innlent hráefni er fáanlegt. Að því leytinu sé betra fyrir íslenskt atvinnulíf að kjöt sé flutt hingað til lands í vinnslu en ekki sem fullbúin vara í neytendaumbúðum í gegnum heildsalana. Gott og vel. 
 
Aukin nýsköpun
 
Önnur leið sem bændur og matvælageirinn allur þarf að fara er að ýta undir frekari nýsköpun. Þess vegna er ánægjulegt að fá fregnir af nýjum Matvælasjóði. Þar gefst umsækjendum m.a. tækifæri á að sækja um stuðning til að þróa viðskiptahugmyndir og koma nýjum vörum á markað. Formaður sjóðsins og fyrrum framkvæmdastjóri Krónunnar, Gréta María Grétarsdóttir, er í viðtali í blaðinu þar sem hún segir frá sjóðnum og þeirri framtíðarsýn sem hún hefur á íslenska matvælaframleiðslu.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...