Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta sjávarafurðin í alþjóðlegu matvælakeppninni World Food Innovation Awards.

Um nýsköpunarkeppni framleiðenda matvæla er að ræða og komst önnur vara frá fyrirtækinu, Næra skyrnasl, í úrslit í nýsköpunarflokki keppninnar.

Að sögn Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóra Responsible Foods, er Næra fiskinasl alveg ný útgáfa af íslenskum harðfiski þar sem notast er við sérstakt þurrkunarferli við vinnsluna á vörunni. „Við höfum orðið vör við aukinn alþjóðlegan áhuga á þessari afurð okkar og viðurkenningin mun verða lykilþáttur í því að geta gert hana enn sýnilegri á heimsmörkuðum,“ segir Holly.

Samstarf við Loðnuvinnsluna

Responsible Foods vinnur fiskinaslið sitt í hátækni­vinnslu sinni á Fáskrúðsfirði og vinnur náið með Loðnuvinnslunni þaðan sem hráefnið kemur. Fiskinaslið inniheldur einnig íslenskan ost og smjör frá Mjólkursamsölunni sem á í góðu samstarfi við fyrirtækið. Í tilkynningu er haft eftir Herði G. Kristinssyni rekstrarstjóra að fólk sem jafnvel borðar ekki fisk sé hrifið af naslinu. Með þessari vöruþróun hafi einmitt verið ætlunin að umbylta hefðbundnum harðfiski yfir í form sem breiðari hópur geti borðað.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...