Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Mynd / Emily Fleur
Fréttir 9. september 2022

Íslandsvinur sló heimsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Breski bóndinn Marie Prepple sló heimsmet í rúningi í lok ágúst. Það er kannski ekki í frásögur færandi fyrir íslenska lesendur nema fyrir þá staðreynd að Marie kemur reglulega hingað til lands til að rýja fé íslenskra bænda.

Marie gerði atlögu við fyrsta heimsmet kvenna í átta tíma löngum rúningi á fullorðnu fé. Hún stóð við rúning í fjórum tveggja tíma hollum milli kl. 7 og 17 fimmtudaginn 26. ágúst. Niðurstaðan var 370 ær á 8 klukkutímum, sem gerir 1,3 kindur á mínútu.

Marie hefur vanið komur sínar hingað til lands og ráðið sig í rúning hjá íslenskum sauðfjárbændum ásamt vinkonu sinni, Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Fer af þeim stöllum gott orð um framúrskarandi vinnubrögð.

Í viðtali við landbúnaðarmiðilinn The Scottish Farmer segist Marie vera stolt af því að vinna í starfsstétt þar sem konur eru metnar til jafns við karla og fái m.a. sömu laun fyrir vinnu sína. Marie elur manninn á bænum Boyington Court Farm í Kent þar sem hún elur sauðfé á sjálfbæru beitarlandi og selur afurðir beint frá býli.

Skylt efni: rúningur

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...