Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Fréttir 30. júní 2022

Íbúum fjölgar aftur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir tók til starfa sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í byrjun mánaðarins.

Áður gegndi Birgir Gunnarsson starfinu. Arna hefur verið bæjarfulltrúi síðan árið 2006. Hennar fyrsta verk í starfi var að taka á móti forsetahjónunum sem komu í sína fyrstu opinberu heimsókn til Ísafjarðarbæjar.

„Ég hefði ekki getað valið mér betra upphaf. Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá að sinna þessu ábyrgðarmikla starfi í umboði bæjarbúa. Þetta er í senn spennandi og krefjandi en ég er full tilhlökkunar fyrir starfinu.

Það er mikil uppbygging fram undan í Ísafjarðarbæ og íbúum farið að fjölga aftur. Það kallar á að skipulagsmálin verði ofarlega á blaði. Finna þarf lóðir og undirbúa byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, en mikil þörf er á slíku. Við þurfum fleira fólk hingað vestur, þar sem atvinnulífið er í miklum vexti. Sveitarfélagið þarf að styðja við og liðka til við hinar ýmsu framkvæmdir sem einstaklingar og fyrirtæki eru að ráðast í. Það liggur einnig fyrir að við þurfum aðhugaaðfleirileikskólaplássum og svo er farið að þrengja að grunnskólanum á Ísafirði. Við erum að klára lengingu á Sundabakka og þar skapast
mikil tækifæri fyrir höfnina og hafnartengda starfsemi. Þannig það eru bjartir tímar í Ísafjarðarbæ og mikið undir að við spilum vel úr þeim aðstæðum sem hér eru fyrir hendi.

Helstu styrkleikar sveitarfélagsins liggja í samfélaginu og í fólkinu sem hér býr. Það er mikil gróska, drifkraftur og seigla sem einkennir þetta samfélag. Gjöful fiskimið og falleg náttúra skapa okkur eftirsóknarverða sérstöðu.

Helstu áskoranir Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum er að verulega skortir upp á að ríkið hafi sinnt skyldu sinni við að byggja upp innviði samfélagsins. Hér vísa ég í raforkuöryggi sem er ófullnægjandi og samgöngur eru ekki boðlegar samfélagi á 21. öldinni. Það vantar nokkur jarðgöng og almennilega vegi sem uppfylla nútímakröfur svo fólk komist öruggt á milli byggðarlaga, auk þess sem við þurfum að koma afurðum okkar á markað.

Ísafjarðarbær er í mikilli þörf fyrir auknar tekjur til að standa undir þeim vexti sem er fram undan og við horfum til þess að fá stærri hluta af auðlindagjöldum af fiskeldi til sveitarfélagsins,“ segir Arna Lára.

Ísafjarðarbær varð til 1. júní 1996 þegar Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri sameinuðust, en áður hafði Hnífsdalur sameinast Ísafirði. Stærð sveitafélagsins er 2.379 ferkílómetrar. Íbúafjöldinn er 3.840 manns. Atvinnulíf á Vestfjörðum byggir á frumframleiðslugreinum og þá fyrst og fremst á sjávarútvegi, en það er sú grein sem skilar mestu tekjum á svæðinu. Fiskeldi er sú atvinnugrein sem vex hraðast á í sveitarfélaginu.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...