Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í ríki sveppakóngsins
Líf og starf 15. febrúar 2021

Í ríki sveppakóngsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppir gegna lykilhlutverki í lífríkinu með því að umbreyta plöntu- og dýra­leifum í einföld efna­sam­bönd, sem plöntur og ýmis smádýr geta tekið upp, og viðhalda þannig hringrás næringarefnanna. Lífið í núverandi mynd væri óhugsandi án sveppa.

Sveppaþræðir mynda víðfeðmt net í jarðvegi sem tengist rótum plantna og aðstoðar þær við fæðuöflun. Í sambýli við þörunga mynda þeir fléttur, sem geta jafnvel lifað á beru grjóti.

Afmælisgjöf frá Þorsteini

Þorsteinn Úlfar Björnsson, höfundur og útgefandi, fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir og segir hann að bókin sé afmælisgjöf hans til íslensku þjóðarinnar og hana má finna á vefslóðinni: FUNGA ríki sveppakóngsins by Þorsteinn Úlfar. Bókin er ríkulega myndskreytt.

„Fyrir mörgum árum, á því herrans ári 1997, sendi ég frá mér bók sem heitir Villigarðurinn, garðyrkjuhandbók letingjans, og fjallaði um vistvæna umgengni við náttúruna, sérstaklega í garðinum. Að mínu mati var Villigarðurinn ekki nógu ítarleg í kaflanum um jarðveginn og lífið í honum. Jarðvegurinn er jú undirstaðan og sá hluti sem plönturnar lifa í og á. Þar er líka fjölbreyttasta lífið og enn er það ekki fullkannað. Við vitum ekki einu sinni hversu margar tegundir lifa þar. Þær gætu skipt milljónum, jafnvel milljörðum.

Í framhaldi af henni ætlaði ég því að skrifa bók um sveppi sem átti að verða nokkurs konar framhald hennar. Það hefur þó dregist því á þeim tíma sem liðinn er hafa komið fram sífellt nýjar upplýsingar um sveppi og þekking á þeim orðið aðgengilegri. Ég setti mér því það markmið að klára bókina áður en ég yrði sjötugur og gefa hana út á vefnum á afmælisdaginn.“

Hvað eru sveppir?

Ríki sveppakóngsins er flest­um hulið enda sveppir lítt áberandi í náttúrunni nema skamman tíma ársins. Í bókinni veltir Þorsteinn fyrir sér spurningum eins og; hvað eru sveppir, hvaðan koma þeir og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?

Að sögn Þorsteins eru sveppir ein af undirstöðulífverum alls annars lífs á jörðinni. „Þeir eru til dæmis nánast næstum eina lífveran á jörðinni sem getur lifað á grjóti og ein af fáum lífverum sem getur leyst upp harðasta berg og gert það aðgengilegt öðrum lífverum í formi steinefna. Sveppir eru lífverur sem búa til jarðveginn með aðstoð fjölda annarra smásærra lífvera og þeir eru alltaf að, dag og nótt, og taka sér aldrei frí. Það eru sveppir sem líma saman jarðveginn og búa til efni sem gera hann aðgengilegan öðru lífi.

Það er von mín að bókin muni að einhverju leyti bæta úr vanþekkingu, draga úr fordómum gagnvart sveppum og minnka hræðslu, en stundum fara jafnvel bestu áætlanir út í veður og vind og verkið verður allt annað en lagt var upp með.“

Skylt efni: Bækur | Sveppir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...