Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu
vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Mynd / Jesse de Meulenaere
Fréttir 16. ágúst 2022

Hvernig verður vindurinn beislaður?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag við nýtingu vindorku.

Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson hrl., Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður. Tillögum skal skilað til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór ber okkur að nýta vindinn ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Jafnframt er nauðsynlegt að breið samstaða náist um það hvernig farið er í þá nýtingu. Guðlaugur vill ná fram „jafnvægi milli náttúruverndar og nýtingar“.

Nýting vindorku er sérstaklega nefnd í sáttmála ríkisstjórnarinnar og er stefnt að lagasetningu um þau málefni sem almenn sátt er á bakvið. Sér í lagi er nefnt að taka skuli tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Einnig kemur fram að fyrirkomulag gjaldtöku skuli verða skilgreint í nýjum lögum.

Starfshópurinn mun vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunaaðilum, ráðuneytum og stofnunum eftir því sem við á.

Skylt efni: vindorka

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...